Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2014 06:30 Birna Valgarðsdóttir í leiknum á móti Val á miðvikudagskvöldið en það var hennar 364. leikur í efstu deild. vísir/Stefán Birna Valgarðsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna fyrir meira en 22 árum og á dögunum varð hún sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna var búin að eiga stigametið í nokkurn tíma en nú er hún efst á báðum listum. „Ég er rosalega glöð að hafa náð þessu,“ segir Birna en ætlar hún að fara með metin þannig að enginn nái þeim. „Ég veit það nú ekki alveg því það geta komið upp einhverjir demantar sem nenna að þrauka jafnlengi og ég,“ segir Birna. Staða Birnu hjá Keflavíkurliðinu er þó afar sérstök því hún er 18 og hálfu ári ári eldri en næstelsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins.Halda henni ungri „Ég þarf að halda í við þessar ungu stelpur og þær halda manni ungum þessar elskur,“ segir Birna hlæjandi. Hún fær alveg að vita af því á æfingum að hún er 18 árum eldri en sú næstelsta. „Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla. Þær skjóta því aðeins á mig,“ segir Birna en það eru átján ár á milli hennar og Lovísu Falsdóttur sem er elst af hinum íslensku leikmönnum liðsins. Lovísa og Birna eru þær einu sem hafa haldið upp á tvítugsafmælið.Birna og „börnin“ á bekknum.vísir/stefánSmellpassar inn í hópinn „Ég er einu ári eldri en mamma tvíburanna. Það segir eitthvað,“ grínast Birna með en hún á við þær Söru Rún og Bríeti Sif Hinriksdætur sem eru í stóru hlutverki í liðinu þrátt fyrir að vera bara 18 ára. Finnur Birna sig alveg með svona ungum stelpum? „Ég smellpassa inn í þennan hóp eins og flís við rass,“ segir Birna og hún heldur áfram að spila. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta alveg svakalega gaman. Það er erfitt hætta. Félagsskapurinn er líka svakalega stór partur af þessu. Ég er búin að gera þetta í öll þessi ár og það á ekki alveg við mig að verða eitthvert sófadýr. Það fer kannski að líða að því en ekki alveg ennþá,“ segir Birna.Vann sér aftur sæti í liðinu Birna byrjaði tímabilið rólega, kom inn af bekknum og fékk oft ekki mikið að spila. Hún hefur hins vegar fengið fleiri mínútur eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég ætlaði ekki að vera eitt tímabil á bekknum. Ég fór bara að lyfta af krafti, tók á því af krafti og reyndi að koma mér í gírinn. Það er að skila sér,“ segir Birna sem er aftur komin í byrjunarlið Keflavíkurliðsins. Birna varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavíkurliðinu vorið 2013 og flestir bjuggust við að það væri tímapunktur fyrir hana að hætta.vísir/stefánHugsar um að vinna einn í viðbót „Það hefði verið voða gaman að enda sem tvöfaldur meistari en þegar þú ert orðinn eldri þá snýst þetta svo mikið um félagsskapinn og að hafa gaman af þessu,“ segir Birna og hungrið í næsta titil rekur hana líka áfram. „Ég get kannski gert aðeins betur og náð í eitthvað aðeins meira. Ég hugsa því meira um að taka einn í viðbót en eitthvað annað,“ segir Birna. Birna hefur breytt leikstíl sínum mikið eftir því sem árunum hefur fjölgað og er ekki eins leikmaður í dag og hún var fyrir tíu árum. „Það er tvennt ólíkt. Ég þarf ekkert að skora eða gera eitthvað svakalegt eins og ég gerði á mínum yngri árum. Nú er ég þarna að hjálpa þeim að spila vörnina, að taka fráköst og miðla reynslunni. Það er skemmtilegt hlutverk og ég er ánægð með það,“ segir Birna. Sigurður Ingimundarson tók aftur við Keflavíkurliðinu í sumar og fékk Birnu til að halda áfram. „Ég var að spá í að hætta af því að ég lenti í svo leiðinlegum meiðslum á síðasta tímabili,“ segir Birna. Sigurður var duglegur að hringja í hana og svo var hún bara komin á fullt. Birna lætur ekkert í ljós þótt að skrokkurinn kvarti. „Ég fel þetta. Ég bít á jaxlinn í leikjum og svo getur maður varla labbað þegar maður kemur heim. Það er þess virði þannig lagað séð,“ segir Birna en hún veit þó ekki hverjar afleiðingarnar af þessu verða þegar hún eldist og er hætt í boltanum.Skagfirðingur í húð og hár „Það eru allir að segja við mig: Ertu ekki að fara hætta? Þú ert orðinn svo gömul. Ég svara á móti að þetta snúist ekki um það,“ segir Birna. Birna spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með Tindastóli haustið 1992 en er hún ekki löngu orðin Keflvíkingur eftir átján ára tímabil þar? „Ég segi alltaf að ég sé Skagfirðingur í húð og hár en ég er með Keflavíkurhjarta,“ segir Birna að lokum.Reynsluboltinn gefur ekkert eftir.vísir/stefánFlestir leikir í úrvalsdeild kvenna: Birna Valgarðsdóttir - 364 Hafdís Helgadóttir - 362 Þórunn Bjarnadóttir - 351 Sigrún Skarphéðinsdóttir - 332 Hildur Sigurðardóttir - 330 Anna María Sveinsdóttir - 324 Guðbjörg Norðfjörð - 284 Alda Leif Jónsdóttir - 275 Linda Stefánsdóttir - 259 Kristrún Sigurjónsdóttir - 247 Kristín Blöndal - 243 Pálína Gunnlaugsdóttir - 242Birna Valgarðsdóttir 38 ára gömul 364 leikir og 5.207 stig í úrvalsdeild Spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik 9. október 1992 en þá var enn 21 mánuður þar til að elsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins í dag fæddist. Er að spila sitt sautjánda tímabil í röð og átjánda tímabil alls með Keflavík. Hefur spilað með fjórum félögum í efstu deild - Tindastól (28 leikir, 419 stig), Breiðabliki (18 leikir, 169 stig), Grindavík (15 leikir, 203 stig) og svo Keflavík (303 leikir, 4.416 stig). Hefur verið í sigurliði í 267 af 364 leikjum sínum í efstu deild.Hinir 11 íslensku leikmennirnir 17,8 ára að meðaltali 639 leikir og 3.429 stig í úrvalsdeild Sara Rún Hinriksdóttir (18 ára) - 95 leikir/1252 Sandra Lind Þrastardóttir (18 ára) - 94/355 stig Lovísa Falsdóttir (20 ára) - 93/182 Hallveig Jónsdóttir (19 ára) - 90/462 Bríet Sif Hinriksdóttir (18 ára) - 72/244 Marín Laufey Davíðsdóttir (19 ára) - 67/574 Ingunn Embla Kristínardóttir (19 ára) - 38/292 Thelma Dís Ágústsdóttir (16 ára) - 38/42 Elfa Falsdottir (16 ára) - 27/2 Emelía Ósk Gunnarsdóttir (16 ára) - 14/22 Irena Sól Jónsdóttir (17 ára) - 11/2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild kvenna fyrir meira en 22 árum og á dögunum varð hún sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í efstu deild kvenna á Íslandi. Birna var búin að eiga stigametið í nokkurn tíma en nú er hún efst á báðum listum. „Ég er rosalega glöð að hafa náð þessu,“ segir Birna en ætlar hún að fara með metin þannig að enginn nái þeim. „Ég veit það nú ekki alveg því það geta komið upp einhverjir demantar sem nenna að þrauka jafnlengi og ég,“ segir Birna. Staða Birnu hjá Keflavíkurliðinu er þó afar sérstök því hún er 18 og hálfu ári ári eldri en næstelsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins.Halda henni ungri „Ég þarf að halda í við þessar ungu stelpur og þær halda manni ungum þessar elskur,“ segir Birna hlæjandi. Hún fær alveg að vita af því á æfingum að hún er 18 árum eldri en sú næstelsta. „Ég er alveg kölluð mamma en rosalega oft bara gamla. Þær skjóta því aðeins á mig,“ segir Birna en það eru átján ár á milli hennar og Lovísu Falsdóttur sem er elst af hinum íslensku leikmönnum liðsins. Lovísa og Birna eru þær einu sem hafa haldið upp á tvítugsafmælið.Birna og „börnin“ á bekknum.vísir/stefánSmellpassar inn í hópinn „Ég er einu ári eldri en mamma tvíburanna. Það segir eitthvað,“ grínast Birna með en hún á við þær Söru Rún og Bríeti Sif Hinriksdætur sem eru í stóru hlutverki í liðinu þrátt fyrir að vera bara 18 ára. Finnur Birna sig alveg með svona ungum stelpum? „Ég smellpassa inn í þennan hóp eins og flís við rass,“ segir Birna og hún heldur áfram að spila. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta alveg svakalega gaman. Það er erfitt hætta. Félagsskapurinn er líka svakalega stór partur af þessu. Ég er búin að gera þetta í öll þessi ár og það á ekki alveg við mig að verða eitthvert sófadýr. Það fer kannski að líða að því en ekki alveg ennþá,“ segir Birna.Vann sér aftur sæti í liðinu Birna byrjaði tímabilið rólega, kom inn af bekknum og fékk oft ekki mikið að spila. Hún hefur hins vegar fengið fleiri mínútur eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég ætlaði ekki að vera eitt tímabil á bekknum. Ég fór bara að lyfta af krafti, tók á því af krafti og reyndi að koma mér í gírinn. Það er að skila sér,“ segir Birna sem er aftur komin í byrjunarlið Keflavíkurliðsins. Birna varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavíkurliðinu vorið 2013 og flestir bjuggust við að það væri tímapunktur fyrir hana að hætta.vísir/stefánHugsar um að vinna einn í viðbót „Það hefði verið voða gaman að enda sem tvöfaldur meistari en þegar þú ert orðinn eldri þá snýst þetta svo mikið um félagsskapinn og að hafa gaman af þessu,“ segir Birna og hungrið í næsta titil rekur hana líka áfram. „Ég get kannski gert aðeins betur og náð í eitthvað aðeins meira. Ég hugsa því meira um að taka einn í viðbót en eitthvað annað,“ segir Birna. Birna hefur breytt leikstíl sínum mikið eftir því sem árunum hefur fjölgað og er ekki eins leikmaður í dag og hún var fyrir tíu árum. „Það er tvennt ólíkt. Ég þarf ekkert að skora eða gera eitthvað svakalegt eins og ég gerði á mínum yngri árum. Nú er ég þarna að hjálpa þeim að spila vörnina, að taka fráköst og miðla reynslunni. Það er skemmtilegt hlutverk og ég er ánægð með það,“ segir Birna. Sigurður Ingimundarson tók aftur við Keflavíkurliðinu í sumar og fékk Birnu til að halda áfram. „Ég var að spá í að hætta af því að ég lenti í svo leiðinlegum meiðslum á síðasta tímabili,“ segir Birna. Sigurður var duglegur að hringja í hana og svo var hún bara komin á fullt. Birna lætur ekkert í ljós þótt að skrokkurinn kvarti. „Ég fel þetta. Ég bít á jaxlinn í leikjum og svo getur maður varla labbað þegar maður kemur heim. Það er þess virði þannig lagað séð,“ segir Birna en hún veit þó ekki hverjar afleiðingarnar af þessu verða þegar hún eldist og er hætt í boltanum.Skagfirðingur í húð og hár „Það eru allir að segja við mig: Ertu ekki að fara hætta? Þú ert orðinn svo gömul. Ég svara á móti að þetta snúist ekki um það,“ segir Birna. Birna spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með Tindastóli haustið 1992 en er hún ekki löngu orðin Keflvíkingur eftir átján ára tímabil þar? „Ég segi alltaf að ég sé Skagfirðingur í húð og hár en ég er með Keflavíkurhjarta,“ segir Birna að lokum.Reynsluboltinn gefur ekkert eftir.vísir/stefánFlestir leikir í úrvalsdeild kvenna: Birna Valgarðsdóttir - 364 Hafdís Helgadóttir - 362 Þórunn Bjarnadóttir - 351 Sigrún Skarphéðinsdóttir - 332 Hildur Sigurðardóttir - 330 Anna María Sveinsdóttir - 324 Guðbjörg Norðfjörð - 284 Alda Leif Jónsdóttir - 275 Linda Stefánsdóttir - 259 Kristrún Sigurjónsdóttir - 247 Kristín Blöndal - 243 Pálína Gunnlaugsdóttir - 242Birna Valgarðsdóttir 38 ára gömul 364 leikir og 5.207 stig í úrvalsdeild Spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik 9. október 1992 en þá var enn 21 mánuður þar til að elsti íslenski leikmaður Keflavíkurliðsins í dag fæddist. Er að spila sitt sautjánda tímabil í röð og átjánda tímabil alls með Keflavík. Hefur spilað með fjórum félögum í efstu deild - Tindastól (28 leikir, 419 stig), Breiðabliki (18 leikir, 169 stig), Grindavík (15 leikir, 203 stig) og svo Keflavík (303 leikir, 4.416 stig). Hefur verið í sigurliði í 267 af 364 leikjum sínum í efstu deild.Hinir 11 íslensku leikmennirnir 17,8 ára að meðaltali 639 leikir og 3.429 stig í úrvalsdeild Sara Rún Hinriksdóttir (18 ára) - 95 leikir/1252 Sandra Lind Þrastardóttir (18 ára) - 94/355 stig Lovísa Falsdóttir (20 ára) - 93/182 Hallveig Jónsdóttir (19 ára) - 90/462 Bríet Sif Hinriksdóttir (18 ára) - 72/244 Marín Laufey Davíðsdóttir (19 ára) - 67/574 Ingunn Embla Kristínardóttir (19 ára) - 38/292 Thelma Dís Ágústsdóttir (16 ára) - 38/42 Elfa Falsdottir (16 ára) - 27/2 Emelía Ósk Gunnarsdóttir (16 ára) - 14/22 Irena Sól Jónsdóttir (17 ára) - 11/2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum