Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Vilhelm Jónsson skrifar 12. desember 2014 07:00 Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. Réttast væri að afturkalla skipulagsrétt borgarinnar varðandi flugvöllinn með lagasetningu og hengja saman staðsetningu á nýjum Landspítala sem mótvægi á þröngsýni og óbilgirni borgaryfirvalda. Það er ágætis skiptimynt að borgarstjórn verði gert ljóst með afgerandi hætti að spítalinn fari úr borginni, t.d í Kópavog eða nágrannasveitarfélög. Borgaryfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir að þau hafa ekki ein með ákvörðunarvald að gera varðandi framtíð flugvallarins. Í ljósi þess að spítalinn er stærsti vinnustaður landsins, sem borgin hefur ómældar tekjur af, er hún ekki í sterkri samningsstöðu að hunsa þjóðarvilja um óbreyttan flugvöll. Einnig má benda á að það er jafnlangt að ferðast til næstu sveitarfélaga eins og þaðan til Reykjavíkur til að leita sér læknisþjónustu. Að sama skapi mætti líka senda aðrar stofnanir víðsvegar út um land. Það er komið nóg af þessari óstjórn og orðhengilshjali varðandi hvar flugvöllurinn eigi að standa. Bendandi í allar áttir varðandi nýja staðsetningu, t.d. á Hólmsheiði, Löngusker og fleiri misgáfulega staði. Flugmálayfirvöld eru ítrekað búin að lýsa því yfir að völlurinn verði að standa í óbreyttri mynd eigi ekki að skerða flugöryggi, samt er haldið áfram að búa til nýjar skýrslur til að hagræða staðreyndum. Jafnvel „Rögnunefnd“ sem öllu á að bjarga við úrlausn flugvallarins er aðeins til þess fallin að draga þetta enn frekar á langinn og halda skrípaleiknum áfram með tilheyrandi kostnaði sem mun síðan vart þola dagsljósið. Til upprifjunar skal nefnt að árið 2005 skipaði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, nefnd til að setja fram lausnir. Sú nefnd skilaði ítarlegri skýrslu sem hefur væntanlega kostað tugi milljóna en virðist síðan vera marklaust plagg. Yfirvöld hafa lítið annað sýnt en úrræðaleysi sitt með því að þæfa málið í skjóli nefnda og athafnaleysis. Það eru hreinlega engar fjárhagslegar forsendur til að byggja nýjan flugvöll, jafnvel þó tækist að finna aðra staðsetningu. Stjórnmálamenn og almenningur þurfa að átta sig á að ekki er endalaust hægt að halda áfram með þeim óábyrga hætti sem felst í mikilli skuldsetningu sem bitnar á næstu kynslóðum.Ráðaleysi Borgarstjóri þarf líka að gera sér grein fyrir að borgin er meira en listaspírur og póstfang 101, ekki síst þar sem nóg pláss er til að þétta byggðina í austur. Sé vesturhluti borgarinnar svona verðmikill, hvers vegna á þá sér ekki stað landfylling við ströndina eins og á árum áður var úti á Granda, í Sundahöfn og víðar. Frekar skal allri efnisuppkeyrslu vera beint austur í Rangárvallasýslu (Bolöldu) með ómældum kostnaði og óþægindum fyrir vegfarendur. Slíkt er til þess fallið að auka að ástæðulausu akstur stórra vörubifreiða þvert í gegnum borgina og á Suðurlandsvegi, sem er þar að auki einbreiður, með ómældum aksturstöfum ásamt eignatjóni, auknum rúðubrotum og slysahættu sem hlýst af þessu fyrirkomulagi. Það væri á nokkrum áratugum unnt að gera landfyllingu í suðvesturhluta borgarinnar og víðar sem næmi þessum ferkílómetrum sem flugvöllurinn tekur. Borgarstjórn ætti að íhuga að landsbyggðin hefur fyllilega lagt sitt af mörkum til að byggja velferðarkerfið upp í höfuðborg allra landsmanna. Landsbyggðin á í húfi öryggi gagnvart því að flugvöllurinn verði áfram í óbreyttri mynd enda er hann lífæð sjúkraflutninga ásamt því að vera stysta, hraðvirkasta og öruggasta samgönguæðin. Það er umhugsunarefni að viðgengist hefur áratugum saman að flugvallarstarfsmenn sem og flugfarþegar hafi þurft að sætta sig við núverandi flugbragga ásamt aðstöðuleysi í og við flugvöllinn. Kjark- og ráðaleysi er allsráðandi áratugum saman, ásamt tómu hjali og yfirlýsingum um framtíð vallarins, og ákvörðunarfælni. Sveitarstjórnir á landsbyggðinni ættu að standa betur saman og íhuga ráðaleysi sitt sem einkennist af máttleysislegum ályktunum um hve flugvöllurinn er þeim mikilvægur. Borgaryfirvöld þurfa að fara að láta af því að hagsmunir útvalinna séu hafðir í hávegum með gróðabraski og gæluverkefnum við uppbyggingu borgarinnar. Úrræðaleysið er jafnvel svo yfirgengilegt að það er ekki hægt að komast að niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs innan borgarinnar. Borgarstjórn þarf að fara að gera sér grein fyrir að hún þarf að láta af þröngsýni sinni og fara að standa undir eðlilegum samfélagsskyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. Réttast væri að afturkalla skipulagsrétt borgarinnar varðandi flugvöllinn með lagasetningu og hengja saman staðsetningu á nýjum Landspítala sem mótvægi á þröngsýni og óbilgirni borgaryfirvalda. Það er ágætis skiptimynt að borgarstjórn verði gert ljóst með afgerandi hætti að spítalinn fari úr borginni, t.d í Kópavog eða nágrannasveitarfélög. Borgaryfirvöld þurfa að gera sér grein fyrir að þau hafa ekki ein með ákvörðunarvald að gera varðandi framtíð flugvallarins. Í ljósi þess að spítalinn er stærsti vinnustaður landsins, sem borgin hefur ómældar tekjur af, er hún ekki í sterkri samningsstöðu að hunsa þjóðarvilja um óbreyttan flugvöll. Einnig má benda á að það er jafnlangt að ferðast til næstu sveitarfélaga eins og þaðan til Reykjavíkur til að leita sér læknisþjónustu. Að sama skapi mætti líka senda aðrar stofnanir víðsvegar út um land. Það er komið nóg af þessari óstjórn og orðhengilshjali varðandi hvar flugvöllurinn eigi að standa. Bendandi í allar áttir varðandi nýja staðsetningu, t.d. á Hólmsheiði, Löngusker og fleiri misgáfulega staði. Flugmálayfirvöld eru ítrekað búin að lýsa því yfir að völlurinn verði að standa í óbreyttri mynd eigi ekki að skerða flugöryggi, samt er haldið áfram að búa til nýjar skýrslur til að hagræða staðreyndum. Jafnvel „Rögnunefnd“ sem öllu á að bjarga við úrlausn flugvallarins er aðeins til þess fallin að draga þetta enn frekar á langinn og halda skrípaleiknum áfram með tilheyrandi kostnaði sem mun síðan vart þola dagsljósið. Til upprifjunar skal nefnt að árið 2005 skipaði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, nefnd til að setja fram lausnir. Sú nefnd skilaði ítarlegri skýrslu sem hefur væntanlega kostað tugi milljóna en virðist síðan vera marklaust plagg. Yfirvöld hafa lítið annað sýnt en úrræðaleysi sitt með því að þæfa málið í skjóli nefnda og athafnaleysis. Það eru hreinlega engar fjárhagslegar forsendur til að byggja nýjan flugvöll, jafnvel þó tækist að finna aðra staðsetningu. Stjórnmálamenn og almenningur þurfa að átta sig á að ekki er endalaust hægt að halda áfram með þeim óábyrga hætti sem felst í mikilli skuldsetningu sem bitnar á næstu kynslóðum.Ráðaleysi Borgarstjóri þarf líka að gera sér grein fyrir að borgin er meira en listaspírur og póstfang 101, ekki síst þar sem nóg pláss er til að þétta byggðina í austur. Sé vesturhluti borgarinnar svona verðmikill, hvers vegna á þá sér ekki stað landfylling við ströndina eins og á árum áður var úti á Granda, í Sundahöfn og víðar. Frekar skal allri efnisuppkeyrslu vera beint austur í Rangárvallasýslu (Bolöldu) með ómældum kostnaði og óþægindum fyrir vegfarendur. Slíkt er til þess fallið að auka að ástæðulausu akstur stórra vörubifreiða þvert í gegnum borgina og á Suðurlandsvegi, sem er þar að auki einbreiður, með ómældum aksturstöfum ásamt eignatjóni, auknum rúðubrotum og slysahættu sem hlýst af þessu fyrirkomulagi. Það væri á nokkrum áratugum unnt að gera landfyllingu í suðvesturhluta borgarinnar og víðar sem næmi þessum ferkílómetrum sem flugvöllurinn tekur. Borgarstjórn ætti að íhuga að landsbyggðin hefur fyllilega lagt sitt af mörkum til að byggja velferðarkerfið upp í höfuðborg allra landsmanna. Landsbyggðin á í húfi öryggi gagnvart því að flugvöllurinn verði áfram í óbreyttri mynd enda er hann lífæð sjúkraflutninga ásamt því að vera stysta, hraðvirkasta og öruggasta samgönguæðin. Það er umhugsunarefni að viðgengist hefur áratugum saman að flugvallarstarfsmenn sem og flugfarþegar hafi þurft að sætta sig við núverandi flugbragga ásamt aðstöðuleysi í og við flugvöllinn. Kjark- og ráðaleysi er allsráðandi áratugum saman, ásamt tómu hjali og yfirlýsingum um framtíð vallarins, og ákvörðunarfælni. Sveitarstjórnir á landsbyggðinni ættu að standa betur saman og íhuga ráðaleysi sitt sem einkennist af máttleysislegum ályktunum um hve flugvöllurinn er þeim mikilvægur. Borgaryfirvöld þurfa að fara að láta af því að hagsmunir útvalinna séu hafðir í hávegum með gróðabraski og gæluverkefnum við uppbyggingu borgarinnar. Úrræðaleysið er jafnvel svo yfirgengilegt að það er ekki hægt að komast að niðurstöðu um framtíðarstaðsetningu nýs kirkjugarðs innan borgarinnar. Borgarstjórn þarf að fara að gera sér grein fyrir að hún þarf að láta af þröngsýni sinni og fara að standa undir eðlilegum samfélagsskyldum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun