Rauðir og hvítir pakkar í ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2014 13:00 Ragnhildur Anna nýtur þess að gefa fallega pakka. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst hrikalega gaman að pakka inn og reyni að vera tímanlega í því. Ég hef alltaf verið í þannig vinnu að annríkið er mikið í desember. Þess vegna byrja ég snemma að kaupa gjafir og það finnst mér líka skemmtilegt,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir sem á og rekur fyrirtækið Jónsdóttir&co. Oft kveðst hún vera með eitthvert þema í skreytingunum. „Núna eru rauðir og hvítir pakkar, svo verður kannski eitthvað annað á næsta ári,“ segir hún.Allt í stíl Rautt og hvítt er þemað á ár.„En ég kaupi ekki allt til innpökkunarinnar í einu, heldur á alltaf eitthvað sem ég get byggt á. Það er árvisst að kíkja á jólin í IKEA og þá freistast ég til að kaupa eitthvað. Við systurnar fórum þangað fyrir jólin 2007 og sá leiðangur dugði okkur í mörg ár, langt fram í kreppu. Ég hefði mátt vera aðeins skynsamari því ég valdi fjólubláan og flúraðan pappír en systir mín var aðeins skynsamari og hófstilltari í litavali.“Talnabandið með dagsetningunni er í raun stærðarmerking inn í föt. Ragnhildur Anna segir skreytingar ekki þurfa að kosta mikið annað en hugkvæmni. Borðana með tölunni 24 kveðst hún til dæmis fá ódýra í B. Ingvarsson þar sem hún kaupi þvottaleiðbeiningar inn í fötin sem hún framleiði. „Þetta er stærðarmerking inn í föt,“ upplýsir hún „Svo ef ég gef eitthvað matarkyns finnst mér alltaf skemmtilegt að raða því í mandarínukassa, bara eins og hann kemur fyrir.“ Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól
„Mér finnst hrikalega gaman að pakka inn og reyni að vera tímanlega í því. Ég hef alltaf verið í þannig vinnu að annríkið er mikið í desember. Þess vegna byrja ég snemma að kaupa gjafir og það finnst mér líka skemmtilegt,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir sem á og rekur fyrirtækið Jónsdóttir&co. Oft kveðst hún vera með eitthvert þema í skreytingunum. „Núna eru rauðir og hvítir pakkar, svo verður kannski eitthvað annað á næsta ári,“ segir hún.Allt í stíl Rautt og hvítt er þemað á ár.„En ég kaupi ekki allt til innpökkunarinnar í einu, heldur á alltaf eitthvað sem ég get byggt á. Það er árvisst að kíkja á jólin í IKEA og þá freistast ég til að kaupa eitthvað. Við systurnar fórum þangað fyrir jólin 2007 og sá leiðangur dugði okkur í mörg ár, langt fram í kreppu. Ég hefði mátt vera aðeins skynsamari því ég valdi fjólubláan og flúraðan pappír en systir mín var aðeins skynsamari og hófstilltari í litavali.“Talnabandið með dagsetningunni er í raun stærðarmerking inn í föt. Ragnhildur Anna segir skreytingar ekki þurfa að kosta mikið annað en hugkvæmni. Borðana með tölunni 24 kveðst hún til dæmis fá ódýra í B. Ingvarsson þar sem hún kaupi þvottaleiðbeiningar inn í fötin sem hún framleiði. „Þetta er stærðarmerking inn í föt,“ upplýsir hún „Svo ef ég gef eitthvað matarkyns finnst mér alltaf skemmtilegt að raða því í mandarínukassa, bara eins og hann kemur fyrir.“
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól