Viðskipti innlent

Flokkunartæki selt til Færeyja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tækið sér um að flokka eftir vigt og dreifa heilum fiski.
Tækið sér um að flokka eftir vigt og dreifa heilum fiski.
Marel hefur samið við færeyska laxaframleiðandann Bakkafrost um afhendingu á búnaði í nýja laxavinnslu fyrirtækisins í Glyvrar í Færeyjum.

Búnaðurinn verður í frumvinnsluhluta húss Bakkafrosts. Hann sér um að flokka eftir vigt og dreifa heilum fiski sjálfvirkt í hin ýmsu ferli innan vinnslunnar auk þess að flokka og pakka heilum laxi í fasta þyngd í kassa með hámarkssjálfvirkni.

„Bakkafrost og Marel hafa um árabil átt afar gott samstarf og við erum ánægð með að hafa Marel með í þessu verkefni,“ segir Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×