Afar þakklátur fyrir björgunina Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:45 Kristján er þakklátur fyrir að vera á lífi en skipsfélagar hans komu honum aftur til lífs. Fréttablaðið/GVA „Þeir stóðu sig eins og hetjur. Ég er þeim ótrúlega þakklátur,“ segir Kristján Víðir Kristjánsson, fyrsti stýrimaður á Örfirisey RE, um skipsfélaga sína. Þann 5. desember síðastliðinn fékk hann hjartaáfall um borð sem endaði með hjartastoppi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku tók það þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipsfélagar Kristjáns björguðu lífi hans en þeir veittu honum hjartahnoð og notuðu á hann hjartastuðtæki sem var um borð í skipinu. Kristján var meðvitundarlaus allan tímann og man síðast eftir sér áður en hann hneig niður. Hann hafði fundið fyrir slappleika og jafnvel haft það á tilfinningunni að þetta gæti tengst hjartanu á einhvern hátt þar sem bróðir hans hafði fengið svipuð einkenni mánuði fyrr og þá endað í bráðahjartaþræðingu. Hann segir það í raun vera lán í óláni að hann hafi hnigið niður fyrir framan skipsfélaga sinn. Kristján er fyrsti stýrimaður og var nýkominn af vakt í stýrishúsi þar sem hann er einn yfir nóttina og fram á morgun. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er yfir nóttina,“ segir Kristján. Sjálfur man hann lítið eftir aðdraganda áfallsins, hann minnist þess að hafa verið slappur en vaknaði svo ekki fyrr en tveimur dögum síðar á spítala. „Ég var að fara að hengja upp fiskspyrður sem ég ætlaði að taka með mér í matinn heim. Ég fer með þær upp og kem svo niður í stakkageymsluna. Þá finn ég að ég er eitthvað slappur við þessa áreynslu og sest niður. Ég sit þar og þá kemur víst vélstjórinn og heilsar mér en ég svara honum ekki. Hann lítur á mig og þá hníg ég víst bara niður og man ekki eftir því.“ Þegar hann hneig niður kallaði vélstjórinn á hina skipsfélagana sem hófust strax handa við að hlúa að Kristjáni. Skipstjórinn hringdi á Landhelgisgæsluna til þess að óska eftir aðstoð þyrlunnar auk þess sem skipinu var stefnt beina leið í land. „Ég hefði ekki getað verið í betri höndum. Mér skilst að annar stýrimaður hafi stýrt þessu. Það má í raun þakka Slysavarnafélagi sjómanna líka fyrir að þetta fór svona. Við höfum allir farið á námskeið hjá þeim og þessi annar stýrimaður var nýbúinn að vera á námskeiði og því allt í fersku minni,“ segir Kristján. Skipverjarnir náðu að hnoða hann til lífs og þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo ekki fyrr en þremur tímum seinna. Trausti Egilsson sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þessar klukkustundir hefðu verið ansi lengi að líða en undir venjulegum kringumstæðum hefði það tekið þyrluna klukkutíma að komast á staðinn. Þegar þyrlan loks kom var flogið beint með Kristján á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fór í hjartaþræðingu. Kristján fékk að fara heim eftir þrjá daga á spítalanum. Hann er enn nokkuð þrekaður og er heima að safna kröftum. „Ég er bara þokkalegur þannig séð. Ég er með verki í brjóstinu en það gæti verið bara eftir hnoðið. Ég er bara að hvíla mig og get ekki farið að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.“ Þrátt fyrir atvikið segist hann óhræddur við að fara að vinna á ný en myndi gjarnan vilja sjá breytingar á því hvernig þyrlan er notuð. „Auðvitað eru menn óánægðir með að hún skuli ekki vera til staðar þegar þarf á henni að halda. Mér finnst það líka svolítið hart því þegar ég var í Sjómannaskólanum vorum við að safna fyrir því að kaupa þyrlu og þá var skilyrðið það að við myndum kaupa hana og ríkissjóður reka hana. Það er kannski verið að reyna að spara eitthvað og leigja hana út í svona verkefni til þess að halda þessu gangandi. En auðvitað á hún að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á.“ Bárðarbunga Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
„Þeir stóðu sig eins og hetjur. Ég er þeim ótrúlega þakklátur,“ segir Kristján Víðir Kristjánsson, fyrsti stýrimaður á Örfirisey RE, um skipsfélaga sína. Þann 5. desember síðastliðinn fékk hann hjartaáfall um borð sem endaði með hjartastoppi. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku tók það þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. Skipsfélagar Kristjáns björguðu lífi hans en þeir veittu honum hjartahnoð og notuðu á hann hjartastuðtæki sem var um borð í skipinu. Kristján var meðvitundarlaus allan tímann og man síðast eftir sér áður en hann hneig niður. Hann hafði fundið fyrir slappleika og jafnvel haft það á tilfinningunni að þetta gæti tengst hjartanu á einhvern hátt þar sem bróðir hans hafði fengið svipuð einkenni mánuði fyrr og þá endað í bráðahjartaþræðingu. Hann segir það í raun vera lán í óláni að hann hafi hnigið niður fyrir framan skipsfélaga sinn. Kristján er fyrsti stýrimaður og var nýkominn af vakt í stýrishúsi þar sem hann er einn yfir nóttina og fram á morgun. „Þetta hefði getað gerst hvenær sem er yfir nóttina,“ segir Kristján. Sjálfur man hann lítið eftir aðdraganda áfallsins, hann minnist þess að hafa verið slappur en vaknaði svo ekki fyrr en tveimur dögum síðar á spítala. „Ég var að fara að hengja upp fiskspyrður sem ég ætlaði að taka með mér í matinn heim. Ég fer með þær upp og kem svo niður í stakkageymsluna. Þá finn ég að ég er eitthvað slappur við þessa áreynslu og sest niður. Ég sit þar og þá kemur víst vélstjórinn og heilsar mér en ég svara honum ekki. Hann lítur á mig og þá hníg ég víst bara niður og man ekki eftir því.“ Þegar hann hneig niður kallaði vélstjórinn á hina skipsfélagana sem hófust strax handa við að hlúa að Kristjáni. Skipstjórinn hringdi á Landhelgisgæsluna til þess að óska eftir aðstoð þyrlunnar auk þess sem skipinu var stefnt beina leið í land. „Ég hefði ekki getað verið í betri höndum. Mér skilst að annar stýrimaður hafi stýrt þessu. Það má í raun þakka Slysavarnafélagi sjómanna líka fyrir að þetta fór svona. Við höfum allir farið á námskeið hjá þeim og þessi annar stýrimaður var nýbúinn að vera á námskeiði og því allt í fersku minni,“ segir Kristján. Skipverjarnir náðu að hnoða hann til lífs og þyrla Landhelgisgæslunnar kom svo ekki fyrr en þremur tímum seinna. Trausti Egilsson sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að þessar klukkustundir hefðu verið ansi lengi að líða en undir venjulegum kringumstæðum hefði það tekið þyrluna klukkutíma að komast á staðinn. Þegar þyrlan loks kom var flogið beint með Kristján á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fór í hjartaþræðingu. Kristján fékk að fara heim eftir þrjá daga á spítalanum. Hann er enn nokkuð þrekaður og er heima að safna kröftum. „Ég er bara þokkalegur þannig séð. Ég er með verki í brjóstinu en það gæti verið bara eftir hnoðið. Ég er bara að hvíla mig og get ekki farið að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.“ Þrátt fyrir atvikið segist hann óhræddur við að fara að vinna á ný en myndi gjarnan vilja sjá breytingar á því hvernig þyrlan er notuð. „Auðvitað eru menn óánægðir með að hún skuli ekki vera til staðar þegar þarf á henni að halda. Mér finnst það líka svolítið hart því þegar ég var í Sjómannaskólanum vorum við að safna fyrir því að kaupa þyrlu og þá var skilyrðið það að við myndum kaupa hana og ríkissjóður reka hana. Það er kannski verið að reyna að spara eitthvað og leigja hana út í svona verkefni til þess að halda þessu gangandi. En auðvitað á hún að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á.“
Bárðarbunga Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira