Kortafyrirtæki og bankar greiða 1.620 milljónir í sekt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 07:30 Sektargreiðslur kortafyrirtækja og banka á undanförnum árum nema vel á þriðja milljarð króna. visir/pjetur Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, auk greiðslukortafyrirtækjanna Valitors og Borgunar, hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Samkvæmt sáttinni leggjast fyrirtækin í umfangsmiklar aðgerðir til að efla samkeppni. Að auki hafa þau fallist á að greiða samtals 1.620 milljónir í sekt. Brot fyrirtækjanna snúa að framkvæmd við ákvörðun milligjalda og við veitingu vildarpunkta á árunum 2007 til 2009. Sú háttsemi að Valitor og Borgun ákvæðu milligjald fyrir hönd bankanna þótti ganga gegn ákvæðum samkeppnislaga. Í sáttinni felst að hámark verður sett á milligjald auk þess sem Valitor og Borgun skilja á milli færslu- og útgáfuþjónustu. Að auki verður horfið frá því að viðskiptabankarnir eigi greiðslukortafyrirtækin í sameiningu, en það ferli er hafið nú þegar með sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækjunum.Jóhannes ingi kolbeinsson„Við komum inn á markaðinn árið 2002 og síðan þá hafa fyrirtækin reynt að bregða fyrir okkur fæti,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem kvörtun fyrirtækisins leiðir til sáttar en sektargreiðslur áðurnefndra fyrirtækja í umræddum málum nema vel á þriðja milljarð króna. „Endurbæturnar sem sæst er á eru löngu tímabærar og ótrúlegt að ekki hafi verið lagst í þær fyrr. Vonandi verða þær til þess að við þurfum ekki að kvarta oftar,“ segir Jóhannes. Þá staðfestir hann að rekið sé skaðabótamál fyrir dómstólum vegna þess tjóns sem fyrirtæki hans hafi orðið fyrir. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu verður birt í upphafi næsta árs.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira