Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. desember 2014 12:00 Birgir H. Sigurðsson tekur við undirskriftalistum frá Elínu Þórðardóttur og Gunnari Páli Leifssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira