Íbúar vilja verslun í Snælandshverfi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. desember 2014 12:00 Birgir H. Sigurðsson tekur við undirskriftalistum frá Elínu Þórðardóttur og Gunnari Páli Leifssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fulltrúar íbúa í grennd við Snælandsskóla í Kópavogi afhentu í gær sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Birgi H. Sigurðssyni, 492 undirskriftir þar sem mótmælt er áformum um að þjónustu- og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 verði breytt í 14 litlar íbúðir. „Við viljum að það verði áfram verslunar- og þjónustuhúsnæði í hverfinu. Þarna væri einnig hægt að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla og hafa þar til dæmis mötuneyti fyrir Snælandsskóla,“ segir Elín Þórðardóttir sem stóð að undirskriftasöfnuninni. Aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var staðfest af Skipulagsstofnun í febrúar síðastliðnum, að sögn Birgis. Hann segir hugmyndir um breytinguna komnar til þar sem verslun á svæðinu hafi dregist saman og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði, til dæmis Nýbýlaveg. „Lýsing, sem er undanfari tillögu, gerir ráð fyrir að landnotkunarbreyting eigi sér stað. Íbúum var boðið að senda athugasemdir áður en tillaga verður lögð fram,“ segir Birgir. Í lýsingunni fyrir breytingunni segir meðal annars að til standi að breyta núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að risþak verði fjarlægt og í staðinn bætt við nýrri hæð fyrir íbúðir, í kjallara verður áfram gert ráð fyrir verslun og þjónustu þannig að hlutföll verða 1/3 verslun og þjónusta og 2/3 íbúðir. Á fundi með íbúum fyrir um mánuði voru lagðar fram umsagnir Menntasviðs og Markaðsstofu Kópavogs. Í umsögn Menntasviðs segir að haft hafi verið samráð við skólastjórnendur leik- og grunnskóla í nágrenninu. Húsnæðið geti vissulega nýst Snælandsskóla, bæði sem mötuneyti, samkomusalur o.fl. en til þess þyrfti gagngerar breytingar á húsnæði. Nýting þessa rýmis væri jafnframt ekki sú lausn sem skólinn myndi helst kjósa með tilliti til fjarlægðar milli bygginga og verkefna sem því tengjast. Jafnframt er þess getið að leikskólinn hafi þörf fyrir meira rými fyrir sína starfsemi en til þess þyrfti gagngerar breytingar. Það er mat Markaðsstofu Kópavogs að það sé í takt við hugmyndafræði um þéttingu byggðar og öflugt og fjölbreytilegt atvinnusvæði að breyta húsnæðinu að Furugrund 3 í íbúðarhús. Sú breyting sé líkleg til að svara kröfum nútímans og skapa gott heildaryfirbragð á svæðinu. Elín segir íbúa á annarri skoðun. „Þetta svæði er þegar þéttbyggt. Auk þess vilja íbúar hafa verslunarkjarna í hverfinu,“ tekur hún fram.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira