Dýrasta íþróttamót sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2014 10:00 Katarar ætla sér að endurskrifa HM-söguna með ótrúlega glæsilegu móti á leikvöngum sem eiga sér enga líka. Vísir/Getty Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí. Fótbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Þrátt fyrir stanslausar áhyggjur af hita og svita bæði áhorfenda og leikmanna á HM í Katar árið 2022 eru heimamenn pollrólegir. Þeir efast ekki um að þeir geti efnt öll sín loforð. Þeir ætla að bjóða til mikillar sýningar og sýna heiminum að þeir kunni að skemmta sér. Á sínum forsendum samt. Knattspyrnuunnendur munu ekki geta hoppað um rallölvaðir á baðfötum. Svo er enn óljóst hversu velkomið samkynhneigt fólk verður. Katarar ætla að bjóða heiminum upp á flottustu og nýtískulegustu knattspyrnuleikvanga heims. Katar á nóg af peningum og verður hvergi til sparað.Einstakir vellir Það verða byggðir átta til tólf vellir. Það á eftir að ákveða endanlega tölu. Opnunarleikurinn sem og úrslitaleikurinn mun þó fara fram á Lusail-vellinum sem verður magnaður. „Án þess að vera of áberandi með peningana okkar þá verða þessir vellir einstakir í sögu arkitektúrs. Það er svo langt í mótið að ekki er útilokað að áhorfendur geti séð endursýningu á atvikum á spjaldtölvu fyrir framan sætið sitt. Tæknin breytist hratt og við viljum ekki byggja eitthvað strax sem verður svo úrelt þegar mótið byrjar,“ segir Tamim el-Abed, verkefnastjóri mótsins, en sjá má hluta af þeim völlum, sem á að byggja, hér á síðunni.Aldrei heitara en 28 gráður Hitinn er aðalumræðuefnið í kringum mótið en ekki verður hægt að spila knattspyrnu í hitanum. Katarar lofuðu að byggja velli þar sem hægt væri að stýra hitanum. Þeir ætla að standa við það. „Leikvangarnir verða kældir, skemmtisvæði fyrir áhorfendur verða líka kæld og biðröðin á völlinn síðustu 1.500 metrana verður einnig með kælingu,“ segir el-Abed. Hitinn á völlunum á að vera í kringum 26 gráður og mun aldrei fara upp fyrir 28 gráður. Orkan í þessar loftræstingar verður fengin úr sólarveri.Áfengi á ákveðnum svæðum Doha er ekki Ríó de Janeiro þar sem stúlkur spranga um á bikiní með kokkteil í hendinni. Aðeins er hægt að fá áfengi á völdum hótelum í borginni. Konur frá Katar fá aldrei aðgang að þessum börum. „Það verður hægt að fá áfengi á ákveðnum svæðum. Áfengi er ekki hluti af okkar trú eða hefð. Fólk mun ekki geta keypt sér bjór á hverju horni en það verður veittur einhver aðgangur.“ Konur í landinu klæðast búrkum þar sem lítið sést í þær. Þær konur sem ætla að sækja landið heim á HM þurfa ekki að klæðast slíkum fatnaði. „Það er bara ætlast til þess að fólk klæði sig við hæfi. Sé sómasamlega til fara. Það gengur ekki að vera í bikiní,“ segir Deepa Puvanik frá Indlandi en hún hefur farið á völlinn í Doha.Fá hommar og lesbíur að mæta? Mannréttindasamtök hafa miklar áhyggjur af því hvernig staða samkynhneigðra verður á þessu móti. Hvort samkynhneigðu fólki verði yfirhöfuð hleypt inn í landið. Stjórnvöld í landinu eiga enn eftir að taka á því. „Við erum að fara yfir þessi mál. Við getum aðlagað okkur og tekið á móti alls konar fólki án þess að menning okkar tapist,“ sagði Salah bin Ghanem bin Nasser al-Ali íþróttamálaráðherra. Það er enn langt í mótið og eflaust á mikið eftir að ganga á. Til að mynda á enn eftir að taka endanlega ákvörðun um tímasetningu mótsins en nýjasta nýtt er að upphaf þess verði fært fram í byrjun maí.
Fótbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira