Hvað stendur eiginlega í skýrslunni umdeildu? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Michael Garcia vann ítarlega skýrslu þar sem ásakanir um spillingu innan FIFA voru rannsakaðar. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins. FIFA Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins.
FIFA Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira