Vippar viljandi með annarri hendi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. desember 2014 06:45 Silkislakur. Önnur höndin í vasanum og vippað inn að pinna með hinni. Ekkert mál fyrir Palmer. fréttablaðið/getty Saga Englendingsins Jasons Palmer er engri lík. Þúsundir kylfinga berjast ár eftir ár til þess að komast inn á Evrópumótaröðina en þar er Palmer þótt hann slái eins og einhentur maður inn á flatirnar. Hann er fyrsti maðurinn í sögu mótaraðarinnar sem notar aðeins aðra höndina í stutta spilinu. Þessi þrítugi kylfingur frá Leicester vann sér á dögunum fullan þátttökurétt í Evrópumótaröðinni þar sem nokkrir Íslendingar reyndu meðal annars fyrir sér. Palmer þótti snemma vera gríðarmikið efni og komst í enska landsliðið er hann var rúmlega tvítugur. Hann spilar ekki svona vegna líkamlegrar fötlunar. Vandamálið er andlegt.Stutta spilið var frábært Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að stutta spilið var lengi vel hans styrkleiki í golfinu. Þá vippaði hann með báðum höndum. „Ég byrjaði seint í golfi eða þegar ég var 14 ára gamall. Á einu ári fór forgjöfin hjá mér úr 26 í 15. Ári síðar var ég kominn með fimm í forgjöf,“ segir Palmer. „Ég tók alveg ótrúlega hröðum framförum. Stutta spilið var alltaf best hjá mér. Ég var lítill og linur þannig að upphafshöggin mín voru stutt og léleg. Ég bætti það alltaf upp með stutta spilinu.“ Æfingar Palmer í kjölfarið fóru í að laga upphafshöggin og það hafði sín áhrif. „Stutta spilið var mitt vopn. Ástæðan fyrir því að stutta spilið hjá mér hrundi gæti verið að ég var farinn að leggja allt of mikla áherslu á aðra hluti golfsins.“ Hrunið í spilamennskunni hjá Palmer var hratt enda var þetta farið að leggjast á sálina hjá honum. „Þetta byrjaði allt með einu lélegu vippi. Svo kom annað og áður en ég vissi af var þetta komið í hausinn á mér. Maður á að spila golf með tæran huga. Ég var farinn að hugsa um tækni og ekkert annað. Því meira sem ég hugsaði um þetta þeim mun verra varð stutta spilið hjá mér. Staðan var orðin þannig að ég var orðinn skíthræddur ef ég hitti ekki inn á flöt. Ég vissi nefnilega að ég myndi klúðra vippinu,“ sagði Palmer og rifjar upp sögu frá því að hann var að keppa í Ástralíu með landsliðinu.Í sandinum. Palmer slær líka upp úr sandinum með annarri og gerir það vel.fréttablaðið/gettyHöggin minntu á tennis „Ég var á tveimur eða þremur höggum undir pari og hitti ekki flötina. Það sem fylgdi í kjölfarið minnti á tennisleik þar sem ég sló boltann fram og til baka yfir flötina. Ég bara gat ekki fengið boltann til þess að stoppa á flötinni og endaði holuna á átta eða níu höggum,“ sagði Palmer en raunum hans var ekki lokið þar. „Á móti skömmu síðar var ég á fleygiferð og að vinna með þremur höggum þegar fimm holur voru eftir. Ég átti 64 metra eftir í næstu holu en næsta högg með fleygjárninu fór einn metra. Ég endurtók svo leikinn. Þetta voru erfiðir tímar og árið 2009 var ég orðinn ansi þunglyndur. Ég sat heima hjá mér og grét. Ég sagði við pabba minn að ég gæti þetta ekki lengur. Hann tók þá utan um mig og sagðist hafa trú á mér. Bað mig um að gefast ekki upp.“Prófaði í örvæntingu sinni Ári síðar fylltist síðan mælirinn. Þá beið hans stutt vippa og boltinn lá illa. Í örvæntingu sinni ákvað hann að slá kúluna með annarri hendinni og viti menn. Hún stoppaði rétt við holuna. „Viku síðar er ég að keppa í Austurríki og að æfa mig með góðum vini. Ég fór í vippkeppni við hann, notaði aðra höndina og vann. Þetta var að virka fyrir mig. Þá sagði hann að þetta væri leikur þar sem skorið skipti öllu. Ég ætti ekki að pæla í því þótt ég væri eins og kjáni að slá svona. Næstu vikur spilaði ég besta golf sem ég hef spilað.“ Í upphafi þessa árs var hann kominn inn í áskorendamótaröðina og nú er hann kominn alla leið með nýja stílnum. „Fólk horfir oft á mig og ég býst við því að þetta líti hálfvitalega út. Væri ég kominn í Evrópumótaröðina ef ég væri enn að vippa með báðum höndum? Ekki möguleiki. Fólk má hlæja eins og það vill að mér, en ég er enn að klípa mig því ég trúi því ekki að ég sé kominn inn á mótaröðina.“ Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Saga Englendingsins Jasons Palmer er engri lík. Þúsundir kylfinga berjast ár eftir ár til þess að komast inn á Evrópumótaröðina en þar er Palmer þótt hann slái eins og einhentur maður inn á flatirnar. Hann er fyrsti maðurinn í sögu mótaraðarinnar sem notar aðeins aðra höndina í stutta spilinu. Þessi þrítugi kylfingur frá Leicester vann sér á dögunum fullan þátttökurétt í Evrópumótaröðinni þar sem nokkrir Íslendingar reyndu meðal annars fyrir sér. Palmer þótti snemma vera gríðarmikið efni og komst í enska landsliðið er hann var rúmlega tvítugur. Hann spilar ekki svona vegna líkamlegrar fötlunar. Vandamálið er andlegt.Stutta spilið var frábært Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að stutta spilið var lengi vel hans styrkleiki í golfinu. Þá vippaði hann með báðum höndum. „Ég byrjaði seint í golfi eða þegar ég var 14 ára gamall. Á einu ári fór forgjöfin hjá mér úr 26 í 15. Ári síðar var ég kominn með fimm í forgjöf,“ segir Palmer. „Ég tók alveg ótrúlega hröðum framförum. Stutta spilið var alltaf best hjá mér. Ég var lítill og linur þannig að upphafshöggin mín voru stutt og léleg. Ég bætti það alltaf upp með stutta spilinu.“ Æfingar Palmer í kjölfarið fóru í að laga upphafshöggin og það hafði sín áhrif. „Stutta spilið var mitt vopn. Ástæðan fyrir því að stutta spilið hjá mér hrundi gæti verið að ég var farinn að leggja allt of mikla áherslu á aðra hluti golfsins.“ Hrunið í spilamennskunni hjá Palmer var hratt enda var þetta farið að leggjast á sálina hjá honum. „Þetta byrjaði allt með einu lélegu vippi. Svo kom annað og áður en ég vissi af var þetta komið í hausinn á mér. Maður á að spila golf með tæran huga. Ég var farinn að hugsa um tækni og ekkert annað. Því meira sem ég hugsaði um þetta þeim mun verra varð stutta spilið hjá mér. Staðan var orðin þannig að ég var orðinn skíthræddur ef ég hitti ekki inn á flöt. Ég vissi nefnilega að ég myndi klúðra vippinu,“ sagði Palmer og rifjar upp sögu frá því að hann var að keppa í Ástralíu með landsliðinu.Í sandinum. Palmer slær líka upp úr sandinum með annarri og gerir það vel.fréttablaðið/gettyHöggin minntu á tennis „Ég var á tveimur eða þremur höggum undir pari og hitti ekki flötina. Það sem fylgdi í kjölfarið minnti á tennisleik þar sem ég sló boltann fram og til baka yfir flötina. Ég bara gat ekki fengið boltann til þess að stoppa á flötinni og endaði holuna á átta eða níu höggum,“ sagði Palmer en raunum hans var ekki lokið þar. „Á móti skömmu síðar var ég á fleygiferð og að vinna með þremur höggum þegar fimm holur voru eftir. Ég átti 64 metra eftir í næstu holu en næsta högg með fleygjárninu fór einn metra. Ég endurtók svo leikinn. Þetta voru erfiðir tímar og árið 2009 var ég orðinn ansi þunglyndur. Ég sat heima hjá mér og grét. Ég sagði við pabba minn að ég gæti þetta ekki lengur. Hann tók þá utan um mig og sagðist hafa trú á mér. Bað mig um að gefast ekki upp.“Prófaði í örvæntingu sinni Ári síðar fylltist síðan mælirinn. Þá beið hans stutt vippa og boltinn lá illa. Í örvæntingu sinni ákvað hann að slá kúluna með annarri hendinni og viti menn. Hún stoppaði rétt við holuna. „Viku síðar er ég að keppa í Austurríki og að æfa mig með góðum vini. Ég fór í vippkeppni við hann, notaði aðra höndina og vann. Þetta var að virka fyrir mig. Þá sagði hann að þetta væri leikur þar sem skorið skipti öllu. Ég ætti ekki að pæla í því þótt ég væri eins og kjáni að slá svona. Næstu vikur spilaði ég besta golf sem ég hef spilað.“ Í upphafi þessa árs var hann kominn inn í áskorendamótaröðina og nú er hann kominn alla leið með nýja stílnum. „Fólk horfir oft á mig og ég býst við því að þetta líti hálfvitalega út. Væri ég kominn í Evrópumótaröðina ef ég væri enn að vippa með báðum höndum? Ekki möguleiki. Fólk má hlæja eins og það vill að mér, en ég er enn að klípa mig því ég trúi því ekki að ég sé kominn inn á mótaröðina.“
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira