Innlent

Hálka og hætta á vatnstjóni

ingvar haraldsson skrifar
Varað er við mikilli hálku í dag vegna bráðnunar snjós og rigninga.
Varað er við mikilli hálku í dag vegna bráðnunar snjós og rigninga. vísir/pjetur
Veðurstofa Íslands varar við mikilli hálku og hættu á vatnstjóni vegna talsverðrar úrkomu og bráðnunar snjós og ís í dag.

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur mikilvægt að fólk hafi varann á vegna veðursins. „Það þarf að passa að ekkert stífli niðurföll,“ segir Birta. Hún brýnir einnig fyrir þeim sem verða á ferðinni í dag að fara varlega vegna mikillar hálku sem gæti orðið um land allt vegna hlýnandi veðurs.

Birta Líf Kristinsdóttirvísir/gva
„Það spáir talsverðri rigningu sunnan og vestanlands, sérstaklega seinnipartinn, sem samfara hlýnandi veðri og bráðnun snjós gæti valdið talsverðum vatnavöxtum,“ segir Birta. 

Úrkoman verður mest í kringum fjöll og jökla sunnan- og vestanlands. Þar gæti sólarhrings afrennsli, það er samanlögð úrkoma og snjóbráðnun, farið yfir hundrað millimetra á morgun segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×