Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2014 18:30 Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira