Bænirnar hverfa af RÚV: "Áfall fyrir kristindóminn í landinu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2014 18:30 Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Biskupsritari fékk þau skilaboð frá Ríkisútvarpinu í gær að fella ætti niður dagskrárliðina morgunbæn, morgunandakt og orð kvöldsins af dagskrá Rásar 1 frá 28. ágúst næstkomandi. Í staðinn verði efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti er mjög óhress með ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Ég lít svo á að þetta verði ekki kallað annað en áfall fyrir kristindóminn í landinu því við höfum haft mjög farsælt samtarf við Ríkisútvarpið, alveg frá upphafi, frá 1930 þar sem að þessi þættir, sem heyra til trúariðkunarinnar hafa verið á dagskrá þeirra“, segir Kristján Valur og bætir við. „Svo náttúrulega verður maður órólegur ef að þetta fellur út, munu þá ekki líka falla niður hinar vikulegu messur, sem er útvarpað klukkan ellefu, ég veit ekki, ég hef ekki séð þessa stefnumótun“. Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1 sagði m.a. í svari til fréttamanns í dag að dagskrárliðirnir þrír, sem yrðu nú teknir af dagskrá hefðu afar litlu hlustun en með nýja þættinum á sunnudagskvöldum muni Rás 1 setja kirkjumenningu og trúarlíf landsmanna á dagskrá með bæði áberandi og áhugaverðum hætti. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í SkálholtiVísir/GVAEn hefur Kristján Valur sett sig í samband við nýjan útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson? „Nei, ég hef ekki gert það, það er á borði biskups Íslands að gera það“. Hér má sjá svar Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra í heild sinni þegar hann svaraði fréttamanni skriflega um ákvörðun Ríkisútvarpsins í málinu. „Í lok ágúst hefst vetrardagskrá RÚV og þá mun dagskrá Rásar 1 taka nokkrum breytingum sem miða að því að rásin sinni menningar- og samfélagshlutverki sínu með enn öflugri hætti en hingað til. Stefnt er að því dagskráin verði markvissari, betri og skýrari gagnvart hlustendum RÚV. Breytingarnar miða að því að sækja fram í takt við breyttan lífsstíl þjóðarinnar, án þess þó að gera neinar grundavallarbreytingar á hlutverki eða dagskrá Rásarinnar. Sem fyrr mun Rás 1 bjóða upp á framúrskarandi og vandað menningarefni og hvetja til samfélagslegrar umræðu á víðum grunni. Nýir kraftar bætast í öflugan hóp dagskrárgerðarmanna Rásar 1 sem fyrir er og stefnt er að auknu samstarfi Rásarinnar við aðra miðla RÚV. Hluti breytinganna snýr að því að skerpa á dagskrársetningu og fækka stuttum uppbrotum á dagskránni en mæta því með markvissari dagskrárgerð á tíma sem betur hentar viðkomandi dagskrárefni. Meðal stuttra dagskrárliða sem falla úr dagskrá eru Morgunbæn, Morgunandakt og Orð kvöldsins en í staðinn verður efnt til nýs þáttar á besta útsendingartíma eftir kvöldfréttir á sunnudögum þar sem fluttar verða hugleiðingar um trú, menningu og samfélag. Um er að ræða pistlaröð þar sem prestar, guðfræðingar og annað fólk innan þjóðkirkjunnar hefur orðið ásamt fleirum sem hugleitt hafa samspil trúar, menningar og samfélags fyrr og nú. Markmiðið er að efla umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni og um leið að beina sjónum hlustenda að gildi trúarlífs í menningu okkar og samfélagi. Með þessu er stefnt að því að umrætt efni nái eyrum fleiri landsmanna en þeir dagskrárliðir sem falla burt. Hlustun á þá hefur verið afar lítil. Samhliða verður bænaefni gert aðgengilegt á nýjum vef sem fer í loftið í haust og þannig verður fjölda bæna gerður aðgengilegur þegar hverjum og einum hentar. Leitað hefur verið til Biskupsstofu um að tilnefna höfunda í nýja pistlaröð. Rás 1 og þjóðkirkjan hafa átt í löngu og farsælu samstarfi sem meðal annars hefur heyrst í messuflutningi á hverjum sunnudegi og á hátíðisdögum kirkjunnar. Messur verða áfram á dagskrá Rásar 1“.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira