Læknar fara fram á 42 prósenta hækkun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 31. desember 2014 13:00 Læknadeilan Minni hópur úr samninganefndum ríkisins og lækna fundaði hjá Ríkissáttasemjara í gær eftir að samkomulag rann út í sandinn á mánudag. Fréttablaðið/Valli Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Samningaviðræður lækna og ríkisins virðast komnar í hnút. Fundað var hjá Ríkissáttasemjara í gær í tveimur lotum, fyrri lotan hófst klukkan 10.30 og stóð til hádegis og hin frá klukkan 15.00 þegar fámennari hópur hittist og stóð sá fundur fram á kvöld. Enn er ósamið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru samningaviðræður langt komnar og stutt í að aðilar næðu saman á mánudag. Þá hittust aðilar á fundi þar sem samninganefnd ríkisins bauð læknum um 28 prósenta hækkun og aukinn frítökurétt, sem hægt væri að reikna upp í 30 prósenta launahækkun. Eftir það tilboð ríkisins lögðu læknar skyndilega fram nýja kröfugerð um 37 til 38 prósenta hækkun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu fyrir þennan fund farið fram miklar og víðtækar samræður deiluaðila, með aðkomu nokkurra ráðherra og aðilar langt komnir með að sættast á 28 til 30 prósenta hækkun. Því má segja að útspil samninganefndar lækna hafi komið nokkuð í bakið á gagnaðilum þeirra, auk þess sem ríkissáttasemjara mun ekki hafa verið kunnugt um þessa ráðagerð lækna. Rétt fyrir lok fundarins hækkuðu læknar síðan kröfur sínar enn frekar, upp í um 41 til 42 prósent. Á samningafundinum í gær varð niðurstaðan sú að ekki verði samið fyrr en læknar slái af kröfum sínum. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að ekki verði samið fyrir áramót úr því sem komið er. „Það ber enn þá talsvert í milli, það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sig frá því sem upphaflega var en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi, því þetta dugir ekki til að fá samninginn samþykktan,“ segir Sigurveig. Ríkisstjórnin fundaði einnig í gær vegna stöðunnar sem komin er upp í deilunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist miklar áhyggjur hafa af stöðunni. „Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni. Bjarni segist hafa teygt sig langt, hlustað hafi verið eftir því að kalla þurfi lækna heim að utan, jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra en kröfur þeirra eins og þær birtust á mánudag séu algerlega óraunhæfar. Spurður hvort setja eigi lög á verkfall lækna segist Bjarni ekki ætla að bollaleggja um það að svo stöddu. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári, þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira