Konum yfir fimmtugu mismunað á vinnumarkaði Jón Július Karlsson skrifar 22. júlí 2014 19:24 Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira