Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Bjarki Ármannsson skrifar 22. júlí 2014 11:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins. Vísir/Arnþór/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir öðrum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík á morgun vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ræðumaður dagsins og segist Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, eiga von á enn betri mætingu en á síðasta fundi. „Maður veit náttúrulega aldrei, en nú koma enn fleiri til liðs við okkur,“ segir Sveinn. „Það eru verkalýðssamtök og fjöldasamtök önnur sem auglýsa fundinn og styðja hann.“Finnur fyrir stuðningi og samstöðu Sveinn segir að Íslendingar séu almennt ekki nógu vel upplýstir um skelfilegt ástand íbúa Gaza-svæðisins. „En á hinn bóginn vil ég segja að við erum áreiðanlega svona almennt betur upplýst en margar aðrar þjóðir. Það er enginn vafi á því og ég finn fyrir þvílíkum stuðningi og samstöðu með Palestínumönnnum, nú meira en nokkru sinni.“ Rúmlega sex hundruð Palestínumenn, langflestir almennir borgarar, og 29 Ísraelsmenn hafa látist á undanförnum tveimur vikum. Einnig er talið að rúmlega hundrað þúsund manns séu á vergangi á svæðinu. „Megintilgangur fundarins er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni,“ segir Sveinn. „Fólkið á Gaza er búið að vera lokað þar inni í nærri átta ár og það kemst ekkert. Fólk hefur engan stað að flýja á, það er hvergi óhult. Það er engin framtíð sem boðið er upp á.“Fundurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og verður að fundi loknum gengið að stjórnarráðinu þar sem fórnarlamba átakanna verður minnst.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34 Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35 Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Vill beita Ísrael viðskiptaþvingunum Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vill að stjórnvöld og neytendur hætti að kaupa ísraelskar vörur, eins og þessar tilteknu kryddjurtir. 15. júlí 2014 11:34
Útifundur hafinn á Lækjartorgi Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur. 14. júlí 2014 17:35
Rúmlega þúsund manns boðað komu sína á Lækjartorg Mikill fjöldi fólks mun koma saman í dag til að krefjast þess að blóðbaðinu á Gaza ljúki. 14. júlí 2014 10:09