Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. júlí 2014 13:30 Illugi telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum. Vísir/GVA/GVA Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman. Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur hefur efnt til undirskriftasöfnunar á netinu en þar er hvatt til þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann telur nauðsynlegt að ýta við íslenskum stjórnvöldum að þau taki afgerandi afstöðu til stöðu mála á Gaza-svæðinu.Eina sem við getum gert „Mér, eins og fleirum, hefur bara blöskrað það sem þarna er að gerast,“ segir Illugi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að frekar ætti að ræða við ráðamenn í Ísrael en að slíta sambandi við þá. „Það er löngu fullreynt, hvað svo sem okkar góði utanríkisráðherra segir, að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn,“ segir Illgugi. „Ég held að þess vegna sé það eina sem við getum gert í stöðunni til að lýsa almennilega yfir hryllingi okkar og viðbjóði á því sem Ísraelsmenn eru að gera þarna að slíta við þá stjórnmálasambandi. Þetta var það eina sem virkaði í Suður-Afríku, þegar aðskilnaðarstefnan var upp á sitt versta, það var að einangra landið. Það var einangrun og slit á stjórnmálasambandi sem á endanum varð til þess að hvítir menn í Suður-Afríku gáfust upp á sinni ömurlegu stefnu. Ég held að þetta sé það eina sem við getum gert.“Rúmlega 600 Palestínumenn hafa látið lífið í átökunum síðustu vikur.Vísir/APSiðferðisleg yfirlýsing Menn benda oft á að Ísland sé lítið lóð á vogarskálarnar, þá til dæmis sé litið til milliríkjaviðskipta. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst siðferðisleg yfirlýsing sem muni vekja athygli,“ segir Illugi. „Við erum eitt af þeim ríkjum sem bar ábyrgð á stofnun Ísraels á sínum tíma, árið 1948, og í raun og veru skiptir ekki öllu máli hvort að við höldum að svona skref muni leysa deiluna. Ég er ekki að gera mér neinar vonir um það. En þetta er skref sem við verðum að stíga, finnst mér, fyrst og fremst til að lýsa okkar hryllingi og viðbjóði á framferði Ísraelsmanna sem þarna er í gangi.“ Illugi stefnir að því að leggja undirskriftirnar fram á fimmtudaginn, þá er utanríkisnefnd Alþingis kemur saman.
Gasa Tengdar fréttir Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Krafa að blóðbaðinu á Gaza ljúki Fjölmenni á mótmælafundi Ísland-Palestína á Lækjartorgi síðdegis í dag. Skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér. 14. júlí 2014 19:49
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25
Obama ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Ísrael Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hefði rætt við Benjamin Netanyahu. forsætisráðherra Ísraels, um ástandið á Gaza. 18. júlí 2014 17:30
Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30