Körfubolti

Stuckey kemur í stað Stephensons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodney Stuckey klæðist búningi Indiana Pacers á næstu leiktíð.
Rodney Stuckey klæðist búningi Indiana Pacers á næstu leiktíð. Vísir/Getty
Indiana Pacers hefur samið við skotbakvörðinn Rodney Stuckey, en honum er ætlað að fylla skarð Lance Stephensen sem yfirgaf Indiana á dögunum og gekk til liðs við Charlotte Bobcats.

Stuckey hafði verið í herbúðum Detroit Pistons síðan hann kom inn í NBA-deildina árið 2007.

Stuckey, sem er 28 ára gamall, skoraði 13,9 stig að meðaltali í leik fyrir Detroit á síðustu leiktíð.

Indiana hefur einnig fengið til liðs við sig Króatann Damjan Rudež, sem var samherji Jóns Arnórs Stefánssonar hjá CAI Zaragoza tvö síðustu tímabil, og C.J. Miles, sem kemur frá Cleveland Cavaliers, þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil.

Indiana tapaði fyrir Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×