Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Burnley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sean Dyche er þjálfara nýliða Burnley.
Sean Dyche er þjálfara nýliða Burnley. Vísir/Getty
Nýliðar Burnley hafa verið duglegir á félagsskiptamarkaðinum það sem af er sumri.

Sean Dyche, sem hefur stýrt Burnley frá árinu 2012, hefur fengið til sín sex leikmenn sem hafa aðeins kostað um fjórar milljónir punda.

Þar ber helst að nefna Michael Kightly, Steven Reid og Matt Taylor, en þeir búa allir yfir talsverðri reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Kightly lék sem lánsmaður hjá Burnley hluta úr síðustu leiktíð.

Dyche þarf þó líklega að ná í fleiri afgerandi leikmenn sem gæti reynst snúið þar sem Burnley hefur ekki mikið fjárhagslegt bolmagn, en launakostnaður liðsins er sá lægsti í úrvalsdeildinni.

Komnir:

Michael Kightly frá Stoke City

Matt Gilks frá Blackpool

Marvin Sordell frá Bolton

Matt Taylor frá West Ham United

Steven Reid frá West Bromwich Albion

Lukas Jutkiewicz frá Middlesbrough

Farnir:

Chris Baird til West Bromwich Albion

David Edgar samningslaus

Junior Stanislas samningslaus

Nick Liversedge samningslaus

Brian Stock samningslaus

Keith Tracey samningslaus


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×