Kveikt í verslunum og gyðingar flýja ofsóknir Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 22:43 Lögregla tekur skýrslu af eiganda búðar sem kveikt var í í óeirðunum VÍSIR/GETTY Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty
Gasa Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira