Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2014 19:30 vísir/getty Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira