Innlent

Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Vísir/GVA
Fjórir karlmenn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa beitt 18 ára mann frelsissviptingu og grófu ofbeldi. Atvikið mun hafa átt sér stað þann 6. ágúst síðastliðinn í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. DV greindi frá málinu í morgun.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að áverkar fórnarlambsins hafi ekki verið svo miklir að hann hafi þurft á sjúkrahús. Einnig segir hann að mennirnir fjórir hafi verið handteknir á þriðjudaginn og munu þeir sitja gæsluvarðhald til 27. ágúst.

Frelsissviptingin átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu og var fórnarlambið flutt í Vogana. Samkvæmt heimildum DV er einn þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi Kristján Markús Sívarsson, bróðir Stefáns Loga Sívarssonar, en þeir eru einnig þekktir sem Skeljagrandabræður.


Tengdar fréttir

Skeljagrandabróðir í gæsluvarðhald

Kristján Markús Sívarsson og Ríkharður Ríkharðsson voru handteknir í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar. Eru núna lausir úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×