Býður umboðsmanni Alþingis í heimsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2014 17:13 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Vísir/Stefán/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu.Í svari Hönnu Birnu við ítrekaðri fyrirspurn umboðsmanna greinir hún frá dagsetningum þeirra fjögurra funda sem hún átti með lögreglustjóra, þ.e. 18. mars, 3. maí, 16. júlí og 18. júlí. Á fyrri fundunum tveimur hafi einfaldlega verið um reglubundna fundi að ræða þar sem lögreglustjóri upplýsi ráðherra um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns sem var í þann mund að hætta sem lögreglustjóri og taka við starfi forstjóra Samgöngustofu. Hanna Birna segir engin símtöl milli hennar og lögreglustjóra, frá því rannsókn á lekamálinu hófst, hafa verið skráð þar sem ekki hafi verið rætt um mál sem formlega hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá hafi slík mál ekki verið til umræðu á þeim fundum sem hún átti með lögreglustjóra 18. mars og 3. maí. Ekkert er fullyrt í svörum Hönnu Birnu hvort rætt hafi verið um rannsókn ríkislögreglustjóra á lekamálinu. Umboðsmaður óskaði eftir því að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um skráningu símtala og funda á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014 til glöggvunar. Segir ráðherra í svari sínu að umboðsmanni sé velkomið að kynna sér gögnin í ráðuneytinu að því marki sem hann telji þörf á. Þau vilji hún ekki senda enda ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar í fjölda mála.Svar Hönnu Birnu í heild sinni má sjá á vef ráðuneytisins. Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ítrekar að enginn af fjórum fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík, hafi verið haldinn sérstaklega til að ræða rannsóknina á lekamálinu.Í svari Hönnu Birnu við ítrekaðri fyrirspurn umboðsmanna greinir hún frá dagsetningum þeirra fjögurra funda sem hún átti með lögreglustjóra, þ.e. 18. mars, 3. maí, 16. júlí og 18. júlí. Á fyrri fundunum tveimur hafi einfaldlega verið um reglubundna fundi að ræða þar sem lögreglustjóri upplýsi ráðherra um hin ýmsu málefni. Á síðari tveimur fundunum hafi verið rætt um breytingar á högum Stefáns sem var í þann mund að hætta sem lögreglustjóri og taka við starfi forstjóra Samgöngustofu. Hanna Birna segir engin símtöl milli hennar og lögreglustjóra, frá því rannsókn á lekamálinu hófst, hafa verið skráð þar sem ekki hafi verið rætt um mál sem formlega hafi verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá hafi slík mál ekki verið til umræðu á þeim fundum sem hún átti með lögreglustjóra 18. mars og 3. maí. Ekkert er fullyrt í svörum Hönnu Birnu hvort rætt hafi verið um rannsókn ríkislögreglustjóra á lekamálinu. Umboðsmaður óskaði eftir því að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um skráningu símtala og funda á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014 til glöggvunar. Segir ráðherra í svari sínu að umboðsmanni sé velkomið að kynna sér gögnin í ráðuneytinu að því marki sem hann telji þörf á. Þau vilji hún ekki senda enda ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar í fjölda mála.Svar Hönnu Birnu í heild sinni má sjá á vef ráðuneytisins.
Tengdar fréttir „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31
Hanna Birna þarf að svara í dag Í dag rennur út frestur innanríkisráðherra til að svara fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis í tengslum við lekamálið. 15. ágúst 2014 09:38