Tvö þúsund tonn óseld af lambakjöti fyrir sláturtíð Snærós Sindradóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:00 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Mynd/Aðsend Tæplega tvö þúsund tonna birgðir af lambakjöti eru til í landinu í lok júlí. Það er 250 tonnum meira en í fyrra. Söluvæntingar hafa ekki gengið eftir, hvort sem er innanlands eða á erlendum mörkuðum. Sauðfjárbændur hafa lýst yfir óánægju með litla hækkun á afurðaverðskrá tveggja sláturleyfishafa. Hækkunin á kíló af lambakjöti nemur tveimur krónum en verð fyrir annað kindakjöt stendur í stað á milli ára. Mikill afgangur af kjöti eftir slátrun síðasta árs er lítill hvati til að hækka afurðaverð til bænda. „Það eru vonbrigði að það gangi ekki betur að selja og það helst í hendur að ef það gengur ekki vel að selja þá skilar það sér ekki til okkar í hærra afurðaverði,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann segir að markaðssetning á lambakjöti þurfi að verða mun öflugri en nú er. „Ég hugsa að ef Mjólkursamsalan væri með svipaða þróun í vörunúmerum og við, þá væru þeir næstum því bara að selja bláa mjólk. Við getum lært mikið af þeim.“ Samkvæmt Þórarni hafa erlendir markaðir ekki tekið við sér að því marki sem vonast var eftir. „Við höfðum væntingar um að það færi að opnast eitthvað varðandi fríverslunarsamninginn við Kína og einnig að það liðkaðist til varðandi til dæmis Spán en það hefur bara ekki orðið enn. Um 2010 fór mikið til Spánar og Bretlands en það virðist vera þyngra á þeim bænum núna. Það hangir saman við það hvernig fjárhagur almennings á þeim svæðum er.“ Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að ekki sé við erlenda markaðinn að sakast. „Það hefur komið niður á okkur núna að hafa ekki haft nógu gott grillsumar annað árið í röð í bænum. Það er fljótt að segja til sín í sölu. Það lítur ágætlega út með erlendu markaðina en innlendi markaðurinn er ekki jafn sprækur og hann þyrfti að vera þrátt fyrir alla ferðamennina. Menn þurfa að fara í meiri markaðsvinnu þar.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Tæplega tvö þúsund tonna birgðir af lambakjöti eru til í landinu í lok júlí. Það er 250 tonnum meira en í fyrra. Söluvæntingar hafa ekki gengið eftir, hvort sem er innanlands eða á erlendum mörkuðum. Sauðfjárbændur hafa lýst yfir óánægju með litla hækkun á afurðaverðskrá tveggja sláturleyfishafa. Hækkunin á kíló af lambakjöti nemur tveimur krónum en verð fyrir annað kindakjöt stendur í stað á milli ára. Mikill afgangur af kjöti eftir slátrun síðasta árs er lítill hvati til að hækka afurðaverð til bænda. „Það eru vonbrigði að það gangi ekki betur að selja og það helst í hendur að ef það gengur ekki vel að selja þá skilar það sér ekki til okkar í hærra afurðaverði,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann segir að markaðssetning á lambakjöti þurfi að verða mun öflugri en nú er. „Ég hugsa að ef Mjólkursamsalan væri með svipaða þróun í vörunúmerum og við, þá væru þeir næstum því bara að selja bláa mjólk. Við getum lært mikið af þeim.“ Samkvæmt Þórarni hafa erlendir markaðir ekki tekið við sér að því marki sem vonast var eftir. „Við höfðum væntingar um að það færi að opnast eitthvað varðandi fríverslunarsamninginn við Kína og einnig að það liðkaðist til varðandi til dæmis Spán en það hefur bara ekki orðið enn. Um 2010 fór mikið til Spánar og Bretlands en það virðist vera þyngra á þeim bænum núna. Það hangir saman við það hvernig fjárhagur almennings á þeim svæðum er.“ Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að ekki sé við erlenda markaðinn að sakast. „Það hefur komið niður á okkur núna að hafa ekki haft nógu gott grillsumar annað árið í röð í bænum. Það er fljótt að segja til sín í sölu. Það lítur ágætlega út með erlendu markaðina en innlendi markaðurinn er ekki jafn sprækur og hann þyrfti að vera þrátt fyrir alla ferðamennina. Menn þurfa að fara í meiri markaðsvinnu þar.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira