Von á ákvörðun um 400 ný störf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2014 19:30 Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.” Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.”
Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45