Erlent

Ekkert hefur fundist í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Kona biður við minnisvarða um flugvélinna.
Kona biður við minnisvarða um flugvélinna. Vísir/AFP
Leitarflugvélar sem flogið var langt inn í suður-Indlandshaf fundu ekkert sem gæti verið brak frá flugi 370 frá Malasíu. Starfandi forsætisráðherra Ástralíu sagði AP fréttaveitunni, að aðstæður til leitar erfiðar og aldur gervihnattamyndanna sem sýni brak, geri leitarmönnum erfitt um vik, en myndirnar eru fimm daga gamlar.

„Eitthvað sem var fljótandi fyrir svo löngu er mögulega ekki fljótandi lengur, það gæti hafa sokkið til botns. Það er einnig ljóst að allt brak gæti hafa færst um langar vegalengdir á þessum tíma,“ sagði Warren Truss.

„Við munum gera allt sem við getum, beita öllum auðlindum sem við ráðum við og ekki gefast upp fyrr en allir möguleikar hafa verið kannaðir. Við getum ekki verið viss um að það sem sást á gervihnattamyndunum sé brak úr vélinni, en það er um það bil eina vísbendingin sem við höfum að svo stöddu,“ sagði Truss.

Leitarsvæðið er svo langt frá landi að það tekur flugvélar um fjóra tíma að fljúga þangað og fjóra að fljúga til baka. Það gefur áhöfnum vélanna eingöngu um tvo tíma til leitarinnar.


Tengdar fréttir

Leit haldið áfram á Indlandshafi

Víðtæk leit stendur nú yfir á suðurhluta Indlandshafs að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×