700 skjálftar frá miðnætti Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. ágúst 2014 20:00 Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“ Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. Ekki sé útilokað að hrinan endi með eldgosi. Áframhaldandi virkni hefur verið við Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajölkli í dag og hafa um 700 jarðskjálftar mælst frá því á miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þrír sterkir skjálftar mældust í nótt, sá sterkasti 3,5 stig á stærð. Upptök jarðskjálftanna eru á um tíu kílómetra dýpi. Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna skjálftahrinunnar og telja vísindamenn að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni. Engin merki sjást enn um að gos sé hafið í Bárðarbungu en ekki er útilokað að skjálftavirknin leiði til eldgoss. „Við höfum aldrei vaktað þetta svæði eins vel og nú. Við sjáum það sem er í gangi núna miklu betur heldur en það sem hefur gerst áður. Svona innskot gerast reglulega á þessu svæði en þetta er stærsta hrina sem hefur komið mjög lengi,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.Eru áhyggjur um að það gæti komið gos í Bárðarbungu? „Við gerum ráð fyrir því að það gæti komið gos í Bárðarbungu. Ég tel það ekki líklegasta möguleikann en það er möguleiki,“ segir Benedikt. Embætti ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir óvissustigi á Bárðarbungu vegna skjálftahrinunar og sendi Veðurstofan einnig út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er á svæðinu. Benedikt á ekki von á því að gos hefjist á allra næstu dögum. „Það sem er líklegast er að þetta sé byrjunin á atburðarrás sem á eftir að teygjast mánuði eða jafnvel ár, áratugi. Þetta er kannski hluti af atburðarrás sem hefur verið í gangi áður og við höfum séð aukna virkni í Bárðarbungu á síðustu áratugum.“
Bárðarbunga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira