„Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti" Stefán Árni Pálsson skrifar 17. ágúst 2014 12:39 Hanna Birna Kristjánsdóttir og Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata. visir/gva Píratar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að flokkurinn hyggst leggja fram tillögu um vantraust á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Fram kemur í tilkynningunni frá Pírötum að ljóst sé að ráðherra sé vanhæf og rúin trausti. Alþingi kemur saman á ný þann 9. september. Hér að neðan má lesa tilkynningu flokksins í heild sinni: Í ljósi atburðarásar undanfarna daga og mánuði hefur þingflokkur Pírata verið að undirbúa tillögu um vantraust á innanríkisráðherra. Tillagan verður lögð fram þegar þing kemur saman í næsta mánuði. Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti í samfélaginu og því er ekki boðlegt að ráðherrann segi aðeins frá sér hluta af starfskyldum. Þegar um traust, eða vantraust, til ráðherra er að ræða, gildir ekki reglan ‘saklaus uns sekt er sönnuð’ eins og gildir um almenna borgara, heldur þarf ráðherra að njóta trausts og vafi af þeirri stærðargráðu sem nú er uppi um traust til ráðherrans er skaðlegur stjórnkerfi landsins. Ákvörðun þingflokks Pírata um vantraustsyfirlýsingu er ekki eingöngu byggð á formlegri ákæru á hendur aðstoðarmanni ráðherra heldur viðbrögðum ráðherrans í orðum og athöfnum frá því málið kom fyrst upp. Nú er ljóst að ráðherra hyggst afgreiða málið með hætti sem þingflokkur Pírata telur óásættanlegan með hliðsjón af því sem á undan er gengið. Því telur þingflokkur Pírata ekki annað fært en að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann, á fyrsta degi haustþings, 9. september 2014 og mun þá færa nánari rök og gögn fyrir vantraustinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að flokkurinn hyggst leggja fram tillögu um vantraust á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Fram kemur í tilkynningunni frá Pírötum að ljóst sé að ráðherra sé vanhæf og rúin trausti. Alþingi kemur saman á ný þann 9. september. Hér að neðan má lesa tilkynningu flokksins í heild sinni: Í ljósi atburðarásar undanfarna daga og mánuði hefur þingflokkur Pírata verið að undirbúa tillögu um vantraust á innanríkisráðherra. Tillagan verður lögð fram þegar þing kemur saman í næsta mánuði. Ljóst er að innanríkisráðherra er vanhæf og rúin trausti í samfélaginu og því er ekki boðlegt að ráðherrann segi aðeins frá sér hluta af starfskyldum. Þegar um traust, eða vantraust, til ráðherra er að ræða, gildir ekki reglan ‘saklaus uns sekt er sönnuð’ eins og gildir um almenna borgara, heldur þarf ráðherra að njóta trausts og vafi af þeirri stærðargráðu sem nú er uppi um traust til ráðherrans er skaðlegur stjórnkerfi landsins. Ákvörðun þingflokks Pírata um vantraustsyfirlýsingu er ekki eingöngu byggð á formlegri ákæru á hendur aðstoðarmanni ráðherra heldur viðbrögðum ráðherrans í orðum og athöfnum frá því málið kom fyrst upp. Nú er ljóst að ráðherra hyggst afgreiða málið með hætti sem þingflokkur Pírata telur óásættanlegan með hliðsjón af því sem á undan er gengið. Því telur þingflokkur Pírata ekki annað fært en að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann, á fyrsta degi haustþings, 9. september 2014 og mun þá færa nánari rök og gögn fyrir vantraustinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira