Fatahönnuðurinn Roberto Cavalli hannar búninga fyrir heimstónleikaferðalag söngkonunnar Miley Cyrus sem heitir Bangerz.
Roberto hefur afhjúpað teikningar fyrir búningana en hann hefur unnið með stjörnum á borð við Beyonce, Britney Spears, Jennifer Lopez og Michael Jackson.
Tónleikaferðalag Miley hefst 14. febrúar í Vancouver í Kanada.