„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. nóvember 2014 14:15 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“ Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“
Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16
Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36