Viðskipti innlent

Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á fræðslufundi. Steingrímur Erlingsson frumkvöðull (t.v.) spjallar við Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóra VÍB.
Á fræðslufundi. Steingrímur Erlingsson frumkvöðull (t.v.) spjallar við Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóra VÍB. Mynd/Íslandsbanki
Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims.

Fram kom á fræðslufundi VÍB með Steingrími Erlingssyni, stofnanda og forstjóra Fáfnis Offshore, í gærmorgun að Fáfnir hefði fest kaup á skipi til viðbótar við olíuþjónustuskipið Polarsyssel, sem yrði sjósett næsta vor og kæmi til með að þjónusta olíuborpall Gazprom, Prirazlomnaya í Pechora-hafi.

Polarsyssel er fyrsta íslenska sérhæfða skipið til öryggis- og olíuþjónustu á norðurslóðum og um leið dýrasta skip Íslandssögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×