Innlent

Gjaldkeri um fjárdrátt: „Þessi upphæð er röng“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Álver Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði.
Álver Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði.
Gjaldkeri starfsmannafélagsins Sóma hjá Alcoa-Fjarðaráli á Reyðarfirði sem viðurkennt hefur fjárdrátt segir upphæðina sem hann er sagður hafa dregið sér vera ranga.

„Þessi upphæð er röng,“ segir gjaldkerinn í samtali við Vísi. „Það er lögfræðingur að skoða þetta. Annað vil ég ekki segja að svo stöddu.“

Fjárdrátturinn, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglu, nemur átta milljónum króna en gjaldkerinn tók við stöðu sinni í maí í fyrra. Fjárdrátturinn hófst mánuði síðar og stóð yfir þar til í mars síðastliðnum.

Í tölvupósti sem Bjarni Þór Haraldsson, formaður Sóma, sendi starfsmönnum í gær kemur fram að gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa dregið sér fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×