Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Flugmenn telja að engin ástæða yrði til að setja lög á aðgerðir þeirra gagnvart Icelandair eftir níu daga, enda myndu aðgerðir þeirra ekki loka á flugsamgöngur við landið. Flugvallarstarfsmenn sömdu á elleftu stundu í gærkvöldi en þá lá fyrir að lög yrðu sett á deilu þeirra á Alþingi í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna hefði stöðvað allt innanlandsflug og millilandaflug frá og með deginum í dag. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir samninginn, sem er til þriggja ára, gefa um 15 prósent og viðurkennir að yfirvofandi lagasetning hafi sett þrýsting á samningamenn beggja megin borðs. Flugmenn hjá Icelandair samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hefja aðgerðir gegn félaginu hinn 9. maí næst komandi, en aðgerðirnar eru blanda af yfirvinnubanni og skæruverkföllum. „Það sem við höfum tilkynnt þeim er að við ætlum að vera með þrjú 12 tíma verkföll frá kl. 6 til 18 dagana níunda, sextánda og tuttugugasta maí. Yfirvinubannið í gildi allan tímann. Síðan förum við í verkfall aftur 23ja og svo þrítugasta og þá eru það tveggja og fjögurra daga verkföll,“ segir Hafsteinn Pálsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmana (FÍA). Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurn tíma og hvorki gengið né rekið í þeim.Eruð þið með þannig kröfur að ekki er hægt að ganga að þeim?„Nei, við teljum nú að svo sé ekki. En við höfum hins vegar sagt þeim að við höfnum þessari samræmdu launastefnu bæði SA og ASÍ. Við tilheyrum t.d. ekki ASÍ og teljum okkur enn þá hafa fullan samningsrétt og höfum tilkynnt þeim það,“ segir Hafsteinn. Ekki sé hægt að bera saman aðgerðir flugvallarstarfsmanna og flugmanna Icelandair sem hefjast hinn 9. maí hafi ekki samist. En auðvitað setji það þrýsting á samninga þegar styttist í aðgerðir sem þessar. „Starfsmenn Ísavia lokuðu landinu og öllum flugvöllum. Við erum eingöngu að semja við einn aðila af átján sem flýgur til og frá Keflavík. Þannig að landið helst opið og fólk getur ferðast, bara þá með einhverjum öðrum félögum á meðan;“ segir Hafsteinn. Næsti samningafundur flugmanna og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins verður hjá ríkissáttasemjara á föstudag.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira