Er þjóðin föl fyrir fé? Sighvatur Björgvinsson skrifar 30. apríl 2014 06:00 Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Þessi spurning hefur sótt á huga minn. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrunið – sem 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrsluna um vanda Íbúðalánasjóðs – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki nennt að lesa. Eftir að hafa lesið skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna – sem sömu 99% Íslendinga hafa ekki heldur nennt að lesa. Eftir að hafa lesið bók Inga Freys Vilhjálmssonar, Hamskiptin, þar sem hann bendir á samsekt okkar allra í því sem gerðist – sem 99% Íslendinga munu ekki heldur nenna að lesa. Enda ekki furða. Hjá þjóð, þar sem þriðji hver drengur getur ekki lesið sér til skilnings eftir tíu ára grunnskólanám. Hvers annars er að vænta hjá þjóð á hraðri leið til ólæsis?Kominn að niðurlotum Fyrir tveimur árum var svo komið að stjórnmálaflokkur sem hafði verið ráðandi afl í stjórnmálasögu landsins alla síðustu öld var kominn að niðurlotum. Eftir hrunið var búið að skipta þar um alla áhöfn og slá striki yfir fortíðina – eða var það svo? Þrátt fyrir það var fylgið komið niður í smáflokksfylgi. Nú voru góð ráð dýr. Leitað var í gamalt vopnabúr þar sem meðal annars mátti finna fyrirheit um fíknaefnalaust Ísland og 90 prósenta húsnæðislán, sem gagnast höfðu eftir vonum til fylgiskaupa meðal þjóðarinnar. Þar fundu menn nýtt og miklu sterkara vopn af sama tagi. Þjóðinni var lofað stórfé, 280 til 300 þúsundum milljóna sem teknar yrðu af einhverju sem látið var heita „erlendir hrægammar“ og enginn sannur Íslendingur hafði minnstu samúð með. Til viðbótar var því lofað að sá sem taka myndi lán myndi ekki þurfa að borga til baka nema brot af þeim verðmætum sem viðkomandi hefði fengið lánað. Með því yrðu þjóðinni afhentir miklu meiri peningar en næmi þeim 280 til 300 þúsund milljónum sem sækja ætti til útlendra hrægamma og gefa henni. Gull var boðið – mikið gull. Yrði þjóðin föl fyrir fé?Nú fjarar hratt Sú spurning hefur þráfaldlega leitað á huga minn hvort svo væri. Nýir herrar hafa komist til valda á Íslandi. Nú fjarar hratt undan fylginu við þá, sem var svo mikið fyrir aðeins hálfu ári. Hvers vegna? Að sögn vegna þess að þjóðin hefur ekki fengið að sjá nema brot af þeim fjármunum sem henni voru lofaðir. Ekki nema svo sem eins og 80 þúsund milljónir af því gjafafé sem þjóðin segist eiga heimtingu á. 200 þúsund milljónir vantar. Svo á hún að borga allt úr eigin vasa. Engir hrægammar! Og fyrirheitið um að fólk geti fengið lán án þess að þurfa að borga til baka nema hluta af verðmætunum sem fengin voru að láni? Hvað hefur orðið um alla þá peninga? Enginn veit neitt! Og fylgið hrynur. Voru þá völdin fengin fyrir fé? Fé borið í dóminn? Ef ekki – hvers vegna þá allt þetta tap?Að vera föl fyrir fé Er þjóðin föl fyrir fé? Hvers vegna snýst gagnrýni „minna manna“ þá fyrst og fremst um að það stórvanti á þá fjármuni, sem þjóðinni hafði verið lofað fyrir atkvæðin? Hvers vegna láta „mínir menn“ í það skína, að ef fólkið aðeins vildi styðja þá myndi miklu meira gull koma til skiptanna en raunin hefur orðið á? Hvers vegna láta „mínir menn“ það hjá líða að taka undir réttmæta gagnrýni þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Vilhjálms Bjarnasonar á hversu röng sú aðferðafræði er að sækja fjármuni í vasa almennings á Íslandi til þess að ríkisvæða einkaskuldir fólks, sem margt þarf ekki á neinni aðstoð að halda og aðrir sem geta engum um kennt nema sjálfum sér?Veröld sem var? Er íslenska þjóðin föl fyrir fé? Getur asni klyfjaður glópagulli átt greiða leið um borgarhlið íslensks samfélags? Er samfélag mitt og samferðamanna minna þá bara veröld sem var?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun