Shaq gagnrýndur fyrir að gera grín að fötluðum aðdáanda Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 13:23 Shaq hefur nú eytt myndinni Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Shaquille O‘Neal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín af fötluðum aðdáanda sínum, Jahmel Binion. Shaq, eins og hann er kallaður, birti mynd á Instagram-síðu sinni af sér við hliðina á mynd af Jahmel Binion. Á myndinni er Shaq að gretta sig – að því er virðist til þess að reyna að líkjast Binion. Sjúkdómurinn sem hrjáir Binion kallast á fagmálinu ectodermal dysplasia og lýsir sér meðal annars þannig að tennur Bionion þroskast ekki eðlilega. Honum vex heldur ekki hár auk fleiri kvilla. Fjórtan þúsund manns höfðu smellt á „Like-takkann“ á Instagram-síðu Shaq, og þannig lýst yfir ánægju sinni með þessa stríðni. En eftir mikil mótmæli ákvað Shaq að fjarlæga myndina af síðunni sinni. Og hefur þess í stað sett mynd af sér við hliðina á teiknimyndapersónunni Shrek. Þannig vill Shaq sýna að hann geti líka gert grín af eigin útliti.Hér má sjá Binion sem barn.Binion var að vonum ósáttur með þetta. „Ég hef verið aðdáandi Shaq lengi,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Fox. Þar kemur einnig fram að leikmaður Utah Jazz, Trey Burke, hafi einnig tekið þátt í því að stríða Binion með því að birta niðrandi myndir af honum. Rapparinn Waka Flocka skaut einnig á Binion – þannig að þrjár stórar stjörnur vestanhafs hafa gert grín af Binion. „Mér hefur verið strítt alla ævi. Fólk hefur hlegið að mér og starað á mig,“ segir hann. Honum finnst leiðinlegt að Shaq hafi gert grín af sér. „Ég hef fylgst með honum lengi. Svo ég spurði: Af hverju ertu eiginlega að gera grín af mér? Hann á að vera fyrirmynd.“ En hann lætur þetta ekki á sig fá: „Ég vil ekki láta þetta draga mig niður á neinn hátt,“ segir Binion kokhraustur. Binion hefur snúið vörn í sókn og stofnað Facebook-síðu sem kallast Hug Don‘t Judge. Á henni vekur hann athygli á þessum genatíska sjúkdómi sem hrjáir hann og hvetur fólk til þess að hætta einelti á netinu. Hér að neðan má sjá sjónvarpsviðtal við Binion.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira