Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 11:58 Magnús Ármann í héraðsdómi í morgun. Vísir/FBJ „Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Hvenær actually kemur að þessum viðskiptum man ég ekki en ég held það hafi byrjað með símtali sem ég fékk þann 30. september klukkan 16:08,“ sagði Magnús Ármann, eigandi eignarhaldsfélagsins Imon ehf, í vitnisburði sínum í samnefndu sakamáli fyrir héraðsdómi í dag. Imon fékk lánaða rúma fimm milljarða króna frá Landsbanka Íslands í lok september 2008 til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Magnús var lengi með réttarstöðu sakbornings í málinu en sérstakur saksóknari hætti rannsókn á hans hluta í febrúar árið 2011. Magnús lýsti í vitnisburði sínum aðdraganda lántökunnar og sagðist hafa annað hvort dögum, vikum eða mánuðum áður lýst áhuga á því að taka stöðu í bankanum og hafði verið í miklu sambandi við marga háttsetta starfsmenn bankans. Hann var þá kallaður á fund í bankanum samdægurs með Árna Maríassyni, fyrrverandi yfirmanni á fyrirtækjasviði, þar sem viðskiptin voru afgreidd á innan við tveimur klukkustundum. Bréfin sjálf voru sett að veði fyrir láninu auk einu eignar félagsins Imon sem voru bréf í Byr sparisjóði. Magnús sagði að á þessum tíma hafi hlutabréfaverð farið lækkandi og hann hafi séð í því „tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ „Það var turbulance á markaði og hlutabréfaverð hafi lækkað mjög mikið,“ sagði Magnús. Hann sagðist hafa rætt við marga, bæði innan bankans og utan, um markaðsverð almennt og stöðu bankans. „Þegar ég sé að hlutabréf hefur lækkað niður um um það bil 50 prósent þá fer ég að spyrja starfsfólk að því hvort það sé hugsanlega komið tækifæri til að kaupa í bankanum – er botninum hugsanlega náð í krísunni?“ Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti og eru þau Sigurjón Þ Árnason fyrrverandi bankastjóri, Elín sigfúsdóttir fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun með því að kynna kaupin sem raunveruleg viðskipti. Ekki var annað að heyra á Magnúsi í dag en að honum hafi verið full alvara með kaupum sínum á þessum hlutabréfum. Hann sagði Imon ennþá starfandi félag í dag en ekki undir því nafni. Vitnaleiðslur halda áfram í dag en meðal þeirra sem munu gefa skýrslur eru feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, einir stærstu eigendur Landsbanka Íslands og Halldór Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri bankans.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Aðalmeðferð í Imon-málinu fer fram í dag Í málinu eru þrír fyrrverandi stjórnendur Landsbankans ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. 28. apríl 2014 09:18
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41