Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur stendur við grunn dúfnakofans og bendir á þá skemmd sem komin er í rústirnar. Stórt skarð hefur verið höggvið í þær af þungavinnuvélum. Fréttablaðið/Vilhelm Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira