Stríðsminjar skemmast í Öskjuhlíð Snærós Sindradóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Stefán Pálsson sagnfræðingur stendur við grunn dúfnakofans og bendir á þá skemmd sem komin er í rústirnar. Stórt skarð hefur verið höggvið í þær af þungavinnuvélum. Fréttablaðið/Vilhelm Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“ Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Stríðsminjar í Öskjuhlíð hafa legið undir skemmdum vegna breikkunar göngustígs við Háskólann í Reykjavík. Um er að ræða rústir dúfnahúss sem nýtt var af hernum í seinni heimsstyrjöldinni. Stefán Pálsson sagnfræðingur segir að um merkilegar minjar sé að ræða. „Þetta er hluti af braggabyggð sem náði frá Bústaðavegi og til sjávar. Stór hluti byggðarinnar er farinn undir malbik og steypu en þessi gólfplata hefur haldist frekar heilleg, þar til nú.“ Stórt sár hefur myndast á nyrsta horni rústanna. „Það er ljóst að veður og vindar munu nú vinna mun hraðar á minjunum en annars hefði verið,“ segir Stefán „Það má segja að hér hafi verið hjólað yfir söguna.“ Dúfnahúsið er um það bil 25 metrar á lengd en aðeins tveir og hálfur metri að breidd. Í síðari heimsstyrjöld tíðkaðist að herflugmenn hefðu bréfdúfur í flugvélum sínum sem hægt væri að senda af stað ef eitthvað kæmi fyrir flugvélina. Dúfurnar voru því aldar hér og nýttar fyrir þá flugmenn sem höfðu aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Stríðsminjar má finna víða í Öskjuhlíð en þær eru hvorki merktar sérstaklega né friðaðar. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að stofnunin hafi gríðarlegan fjölda minja undir sinni umsjón. „Á Íslandi telst til minja það sem er orðið hundrað ára gamalt eða hefur verið friðlýst.“ Ekki hefur þótt ástæða til að friðlýsa stríðsminjar í Öskjuhlíð svo ekki er um eiginlegar minjar að ræða samkvæmt ýtrustu skilgreiningu. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir leitt að þarna hafi orðið skemmdir. „Það var í útboðslýsingu verksins að þarna væru herminjar sem þyrfti að fara varlega í kringum. Það er á ábyrgð verktakans ef skemmdir hafa orðið.“
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent