Lífið

Kvikmyndahátíð framhaldsskóla í fyrsta sinn

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Bjarki Þór Ingimarsson og Benedikt Snær Gylfason vonast til að hátíðin verði árleg.
Bjarki Þór Ingimarsson og Benedikt Snær Gylfason vonast til að hátíðin verði árleg. Vísir/Pjetur
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna verður haldin í fyrsta skipti sjöunda febrúar á næsta ári. Undirbúningur fyrir hátíðina er nú í fullum gangi.

„Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin og vonandi verður þetta árlegur viðburður,“ segir Benedikt Snær Gylfason hátíðarstjóri sem ásamt Bjarka Þór Ingimarssyni hefur staðið í ströngu við að skipuleggja hátíðina auk fleiri nemenda við Fjölbrautaskólann við Ármúla.

Hugmyndin að hátíðinni vaknaði í áfanga í skólanum sem heitir Hátíðaráfangi 103 og er kenndur af Þór Elís Pálssyni.

Benedikt segir ferlið hafa gengið vel og að hátíðinni hafi borist fjöldi mynda. Keppt verður í stuttmyndaflokki en frjálst er að senda fleiri tegundir af efni inn, til dæmis auglýsingar eða tónlistarmyndbönd.

„Ég var að gera snjóbrettamyndbönd og hægt og rólega kviknaði áhuginn á þessu,“ segir Benedikt spurður að því hvernig áhugi hans á kvikmyndagerð hafi kviknað.

Öllum framhaldsskólanemum er frjálst að senda inn efni á hátíðina en hægt er að gera það í gegnum heimasíðu hennar, Filmfestival.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×