Næsta ár í Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 endurspeglast pólitískar áherslur og forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar. Við erum stolt af þessari fyrstu áætlun, þar sem rík áhersla er lögð á mannréttindi, velferð, umhverfi og almennt réttlæti.Mannréttindamál Mannréttindastefna borgarinnar verður endurskoðuð á næsta ári með tilliti til breytinga í málaflokknum frá því hún var fyrst samþykkt. Fylgja þarf eftir örri þróun í réttindabaráttu hinsegin fólks, styrkja ákvæði gegn ableisma, leggja ríkari áherslu á margföldunaráhrif minnihlutahópa og margt fleira sem tekið verður á í endurskoðuninni. Af einstökum verkefnum ber aðgerðir gegn heimilisofbeldi hæst, þar sem farið verður í samstarf við lögregluna að fyrirmynd þess sem reynst hefur vel á Suðurnesjum. Gripið verður til aðgerða gegn kynbundnum launamun, búinn til upplýsingapakki fyrir nýja Reykvíkinga, stefna mótuð í atvinnumálum fatlaðs fólks og svona mætti lengi telja.Velferðarmál Í velferðarmálum ber fyrst að nefna áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða um 500 á næstu árum samhliða uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og eflingu þjónustu utan kjarna fyrir þann hóp. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu mun vonandi leiða til betri og heildstæðari þjónustu og miklar vonir eru bundnar við umbætur í ferðaþjónustu fatlaðra. Á næsta ári hefst tilraunaverkefni hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og Barnavernd Reykjavíkur um styttri vinnudag. Þar verður vinnuvikan stytt í 35 stundir með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju, þjónustu og afköst til lengri tíma.Umhverfismál Vinna við gerð hverfisskipulags mun halda áfram á næsta ári, byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er stefnt að vistvænni lifnaðarháttum borgarbúa með þéttari byggð og bættri nærþjónustu, aðlaðandi almannarýmum og vistvænni samgöngum. Á umhverfis- og skipulagssviði verður tekið upp sjálfsagt og eðlilegt skipulagsgjald og kostnaðarhlutdeild bifreiðaeigenda eykst þegar kemur að rekstri bílastæða í miðborginni. Strætó mun hefja akstur fyrr á sunnudögum og áfram verður unnið að bættri aðstöðu til hjólreiða og göngu í borginni.Barnafjölskyldur Í samræmi við samstarfssáttmála meirihlutaflokkanna verða stigin skref til að létta byrðum af barnafjölskyldum í Reykjavík. Þannig munu námsgjöld í leikskóla lækka um 6%, tekinn verður upp systkinaafsláttur þvert á skólastig og frístundakortið hækkað um 5.000 krónur. Þetta er brýnt réttlætismál sem verður haldið áfram með á næstu árum og vonandi tekst okkur einn góðan veðurdag að tryggja börnum gjaldfrjálsa menntun í Reykjavík. Fjölmörg önnur verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári sem munu stuðla að enn betra skóla- og frístundastarfi og aukinni þátttöku barna og unglinga.Gott ár fram undan Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lofar góðu. Hún er til marks um einlægan vilja til að byggja réttlátari borg í þágu komandi kynslóða, þar sem umhverfi og börn njóta vafans, þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og velferðin er í fyrirrúmi. Ég er viss um að næsta ár verður gott ár.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun