Segir að stjórnvöld hafi þurft að svara af eða á Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2014 17:15 Segir að ekki hafi verið gefinn langur tími til að komast að niðurstöðu. visir/stefán „Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér. ESB-málið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Evrópumálin fara núna í vinnslu í utanríkismálanefnd og þar verður þetta unnið í sameiningu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sem var gestur í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 45 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is. Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Aðalatriðið í þessu máli var að það stóð upp á íslensk stjórnvöld að svara spurningunni „hvað næst?“. Þessi spurning kom strax upp við stjórnarmyndun og tilkynntum við þá strax afstöðu okkar til Evrópusambandsaðild. Þá var okkur sagt mjög afdráttarlaust af forystumönnum Evrópusambandsins að biðstaða væri ekki valkostur. Menn gætu ekki gefið sér langan tíma til að komast að niðurstöðu. Stjórnvöld þyrftu að svara því hvort hún ætlaði að halda áfram eða hætta, af eða á.“Biðstaða ekki valkostur Sigmundur segir að það hafi komið fram í fréttatilkynningum eftir fundi við forystumenn Evrópusambandsins og síðar verið ítrekað af stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle. „Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá þegar hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill ganga inn. Þessi umræða hefur haldið nokkuð mikið aftur af því að menn einbeittu sér í því að vinna að málunum og stöðunni eins og hún raunverulega er og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sigmundur talaði því næst um þau tækifæri sem væru á norðurslóðum. „Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“ Íslensk stjórnvöld mótmæltu fundi fimm aðildarríkja Norðurskautsráðsins í Kanada í mars árið 2010, án þátttöku Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Eitt af ríkjunum var Danmörk sem er aðildarríki að Evrópusambandinu. Þau ríki sem eru í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin (Alaska) Danmörk (einnig fyrir hönd Færeyja og Grænlands), Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.
ESB-málið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira