Vonarstjarna Framsóknarflokks í slagtogi með umdeildum ungliða 27. október 2014 14:01 Myndin af Diljá og Hahne hefur farið víða um net. Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Um helgina var Diljá Helgadóttir, ungliði í Framsóknarflokknum, fulltrúi NCF, samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndunum, á ráðstefnunni Nordic Youth Council í sænska þinginu. Diljá segir á Facebook-síðu sinni mjög gagnlegt og gaman að rökræða stjórnmál við meðlimi innan allra flokka frá Norðurlöndunum. „Hilsen fra Stockholm!“ segir Diljá. Áður hafði Diljá birt mynd af sé og Willam Hahne, varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. Og fór vel á með þeim tveimur. Diljá hefur reyndar fjarlægt myndina af Facebooksíðu sinni, einhverra hluta vegna, en Vísir hefur í morgun gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Diljá, meðal annars til að spyrja hana nánar út í samband hennar við Hahne, en án árangurs.Svíþjóðardemókratar og Framsóknarmenn Myndin hefur farið víða á netinu og vakið athygli en Hahne er mjög umdeildur og hefur verið kenndur við rasisma. Svíþjóðardemókratar er þjóðernissinnaður hægriflokkur og þegar hann bauð fram fyrir fjórum árum, en hafði fyrsta sinni boðið fram 1988, vann hann stórsigur og hlaut tuttugu þingsæti. Flokkurinn rekur harða innflytjendastefnu og lýstu fulltrúar allra annarra flokka því yfir fyrir kosningar að vegna andúðar flokksmanna á innflytjendum kæmi ekki til greina að mynda með þeim stjórn.Fréttablaðið fjallaði um það þegar Hahne lét dólgslega á Ölstofunni og var varpað á dyr eftir að hafa kallað ókvæðisorðum að barþjóni af palestínskum uppruna.Íslandsvinurinn Hahne Willam Hahne er Íslandsvinur, ef þannig má að orði komast, en árið 2010 greindi Fréttablaðið frá því að honum hafi verið hent út af Ölstofunni vegna þess að hann veittist að barþjóni sem var af palestínskum uppruna. Hahne var þá staddur á þingi Norðurlandaráðs sem hér var haldið og var sænska sendinefndin miður sín vegna atburðarins og Hahne skrifaði afsökunarbeiðni í kjölfar þessa. Hér að neðan má myndband sem Svíþjóðardemókratarnir sendu frá sér í aðdraganda þingkosninganna síðustu. Og gefur það ágæta mynd af áhersluatriðum og stefnu flokksins. Uppfært 15:00Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Svíþjóðardemókratar væru systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi. Það er einfaldlega rangt og slæddist þetta inn í textann fyrir mistök og er beðist velvirðingar á því.Uppfært klukkan 16:05 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var þeirri spurningu velt upp hvort Svíþjóðardemókratar gætu talist vera systurflokkur Framsóknarflokksins á Íslandi í ljósi andstöðu borgarfulltrúa flokksins við byggingu mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor. Sú vangavelta átti ekki rétt á sér.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45 Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Í myndbandinu beina ungliðar Svíþjóðardemókratar orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við erlendum áhrifum. 28. maí 2014 14:45
Fullyrða að Diljá hafi ekki vitað í hvaða flokki Hahne væri Fulltrúi Framsóknar á þingi Norðurlandaráðs æskunnar birti mynd af sér með varaformanni ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata. 27. október 2014 15:33
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00
Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs. 6. nóvember 2010 06:00