Rannsaka kvartanir vegna Íslandspósts 27. október 2014 07:44 Samkeppnisrekstur Íslandspósts hefur ekki staðið undir sér árum saman og fyrirtækið hefur notað tekjur af einkaleyfisstarfsemi til að niðurgreiða hann. Samkeppniseftirlitið rannsakar kvartanir vegna málsins og fylgist með störfum Póst- og Fjarskiptastofnunar sem á að hafa eftirlit með Póstinum. Íslenska ríkið fer með einkarétt á dreifingu bréfa sem eru upp að 50 grömmum í þyngd en hefur falið Íslandspósti einkarétt á póstþjónustu. Honum fylgir alþjónustuskylda sem felst í því að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu. Íslandspóstur er að fullu í eigu skattgreiðenda og hefur verið rekinn með miklu tapi á síðustu árum. Í ársreikningi fyrirtækisins 2013 segir að „tekjur af einkarétti hafa á síðustu árum ekki staðið undir kostnaði við þá alþjónustuskyldu sem á félaginu hvílir og því hefur afkoma félagsins ekki verið viðunandi." Samkvæmt lögum verður að aðskilja einkaréttar- og samkeppnisrekstur Íslandspósts og tekjur af bréfsendingum í einkaleyfisstarfsemi má ekki nota til að greiða niður samkeppnisrekstur fyrirtækisins. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 18/2013 segir til dæmis: „Sú staðreynd að kostnaðarbókhald félagsins leiðir fram umtalsverðan hallarekstur af helstu þjónustuflokkum í samkeppni, s.s. pakkasendingum og fjölpósti, bendir til þess að ekki sé að öllu leyti um sjálfstæða starfsemi að ræða á viðkomandi sviðum.“ „Framangreint getur bent til þess að í einstökum þjónustuflokkum geti falið í sér niðurgreiðslu einkaréttar á samkeppnisrekstri.“ Póst- og fjarskiptastofnun hefur túlkað lögin um póstþjónustu þannig að Íslandspósti sé heimilt að flytja fjármagn á milli vegna alþjónustukvaðar í bréfsendingum. Samkeppniseftirlitið hefur það nú til rannsóknar hvort að Íslandspóstur hafi með ólögmætum hætti brotið gegn þessum aðskilnaði með því að nota tekjur af bréfsendingum með einkarétti til að greiða niður samkeppnisrekstur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í samtali við Stöð 2 að það hefði verið reiknað út á árinu 2007 að fyrirtækið hefði heimild til að greiða niður samkeppnisrekstur innan alþjónustu með tekjum af einkaleyfisstarfsemi um 500-700 milljónir króna á verðlagi þess tíma. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Samkeppnisrekstur Íslandspósts hefur ekki staðið undir sér árum saman og fyrirtækið hefur notað tekjur af einkaleyfisstarfsemi til að niðurgreiða hann. Samkeppniseftirlitið rannsakar kvartanir vegna málsins og fylgist með störfum Póst- og Fjarskiptastofnunar sem á að hafa eftirlit með Póstinum. Íslenska ríkið fer með einkarétt á dreifingu bréfa sem eru upp að 50 grömmum í þyngd en hefur falið Íslandspósti einkarétt á póstþjónustu. Honum fylgir alþjónustuskylda sem felst í því að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu. Íslandspóstur er að fullu í eigu skattgreiðenda og hefur verið rekinn með miklu tapi á síðustu árum. Í ársreikningi fyrirtækisins 2013 segir að „tekjur af einkarétti hafa á síðustu árum ekki staðið undir kostnaði við þá alþjónustuskyldu sem á félaginu hvílir og því hefur afkoma félagsins ekki verið viðunandi." Samkvæmt lögum verður að aðskilja einkaréttar- og samkeppnisrekstur Íslandspósts og tekjur af bréfsendingum í einkaleyfisstarfsemi má ekki nota til að greiða niður samkeppnisrekstur fyrirtækisins. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 18/2013 segir til dæmis: „Sú staðreynd að kostnaðarbókhald félagsins leiðir fram umtalsverðan hallarekstur af helstu þjónustuflokkum í samkeppni, s.s. pakkasendingum og fjölpósti, bendir til þess að ekki sé að öllu leyti um sjálfstæða starfsemi að ræða á viðkomandi sviðum.“ „Framangreint getur bent til þess að í einstökum þjónustuflokkum geti falið í sér niðurgreiðslu einkaréttar á samkeppnisrekstri.“ Póst- og fjarskiptastofnun hefur túlkað lögin um póstþjónustu þannig að Íslandspósti sé heimilt að flytja fjármagn á milli vegna alþjónustukvaðar í bréfsendingum. Samkeppniseftirlitið hefur það nú til rannsóknar hvort að Íslandspóstur hafi með ólögmætum hætti brotið gegn þessum aðskilnaði með því að nota tekjur af bréfsendingum með einkarétti til að greiða niður samkeppnisrekstur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í samtali við Stöð 2 að það hefði verið reiknað út á árinu 2007 að fyrirtækið hefði heimild til að greiða niður samkeppnisrekstur innan alþjónustu með tekjum af einkaleyfisstarfsemi um 500-700 milljónir króna á verðlagi þess tíma.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira