Enski boltinn

Tottenham samþykkir tilboð Crystal Palace í Gylfa

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Stoke.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Stoke. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports hefur Tottenham tekið tilboði frá Crystal Palace í Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi hefur verið orðaður við Crystal Palace undanfarnar vikur en talið er að Palace greiði 8 milljónir punda fyrir Gylfa.

Ef gengið verður frá kaupunum verður Gylfi dýrasti leikmaður í sögu Crystal Palace. Tekur hann metið af DwightGayle sem Ian Holloway fékk til liðs við sig síðasta sumar á 6,5 milljónir punda.

Gylfi gekk til liðs við Tottenham frá Hoffenheim fyrir tveimur árum síðan á 6,5 milljónir punda eftir að hafa slegið í gegn með Swansea á lánssamningi. Hann hefur hinsvegar ekki átt fast sæti í liði Spurs og er talið að Mauricio Pochettino sé tilbúinn að selja Gylfa til þess að fjármagna önnur kaup.

Þá hefur Cardiff tekið tilboði Crystal Palace í framherjann Fraizer Campbell en Tony Pulis, knattspyrnustjóri Crystal Palace vill klára leikmannakaup sumarsins áður en liðið heldur í æfingarferð til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×