Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Tiger Woods Vísir/Getty Opna breska meistaramótið í golfi, The Open, hefst í dag, en það er elsta og virtasta risamótið í íþróttinni. Að þessu sinni fer mótið fram á Hoylake-vellinum hjá Royal Liverpool-klúbbnum, strandvelli sem getur verið nokkuð þægilegur í góðu veðrið en refsað grimmilega ef Kári kemur í heimsókn. Baráttan um Silfurkönnuna (e. Claret jug) verður hörð og enginn einn sem kemur frekar til greina sem sigurvegari en annar. Englendingar vonast eftir að sjá einhvern af sínum mönnum standa uppi sem sigurvegara en Englendingur hefur ekki unnið opna breska í 22 ár eða síðan Nick Faldo bar sigur úr býtum á Muirfield árið 1992. Síðasti Bretinn til að vinna opna breska var Darren Clarke fyrir þremur árum en aðeins hafa tveir Bretar unnið mótið undanfarna tvo áratugi. Bandaríkjamenn hafa drottnað yfir mótinu og unnið í tólf skipti af síðustu 20. Ríkjandi meistari er einmitt Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson.Hvað gerir Tiger? Eins og alltaf þegar Tiger Woods er með snúast hlutirnir um hann. Tiger er langstærsta nafnið í íþróttinni og vinsælasti kylfingu heims. Hann hefur þó átt mjög erfitt uppdráttar á árinu vegna meiðsla og ekki verið á meðal efstu 20 á neinu móti sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Tiger hefur unnið 14 risamót á ferlinum en gengur illa að nálgast met Jack Nicklaus sem vann 18 risamót á sínum ferli. Tiger hefur ekki unnið eitt af risamótunum í sex ár eða síðan hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Síðast vann hann opna breska meistaramótið á vellinum sem spilað er núna. Hann gjörsamlega valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake árið 2006; lauk leik á 18 höggum undir pari sem er met. Þar sýndi Tiger hrein töfrabrögð með járnin og notaði „dræverinn“ aðeins einu sinni allt mótið. Þarna var þessi magnaði kylfingur á hápunkti ferilsins og algjörlega ósnertanlegur. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og er tæpt að hann geti slegið jafnlöng og góð högg með járnunum að þessu sinni. Allavega er það sem menn hafa hvað mesta áhyggjur af.Rose líklegur Englendingurinn Justin Rose þykir hvað líklegastur að vinna á Hoylake, en hann vann opna skoska mótið um síðustu helgi sem er undanfari opna breska. Þar svaraði hann gagnrýnisröddum margra og er hann helsta von Englendinga.Rory McIlroy hefur átt í vandræðum með stöðugleika á tímabilinu, en hann setti vallarmet á fyrsta hringnum á opna skoska í síðustu viku en spilaði svo sjö yfir pari daginn eftir. „Ég verð að geta spilað eins á föstudegi og ég geri á fimmtudegi. Það er engin ástæða til annars,“ sagði Rory á blaðamannafundi um sveiflukennda frammistöðu sína undanfarið. Ástralinn Adam Scott, efsti kylfingur heimslistans, er alltaf líklegur og svo er spurning um hvað Evrópumennirnir Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson gera. Sagan segir okkur þó, að þeir sem eru vanir góðum árangri á Hoylake standa vanalega uppi sem sigurvegarar. Síðast þegar mótið var haldið þar voru í fjórum af fimm efstu sætunum Tiger Woods (3 sigrar), Ernie Els (2 sigrar), Sergio Garcia (sjö sinnum í topp 10) og Jim Furyk (fimm sinnum í topp 10.)Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Sigur það eina sem kemur til greina hjá Tiger Woods ekki unnið risamót síðan 2008 þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. 16. júlí 2014 15:30 Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið Tiger segist vera að nálgast sitt besta líkamlega form eftir skurðaðgerðina og ætlar sér ekkert annað en sigur á Royal Liverpool. 16. júlí 2014 22:00 Tiger Woods rásin gæti orðið vinsæl á Opna breska Sumir horfa á golfmót eingöngu til þess að fylgjast með Tiger Woods. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur sem vilja ekkert annað en Tiger munu geta horft á ekkert annað en Tiger á Opna breska meistaramótinu í næstu viku. 11. júlí 2014 21:45 Sveiflukennd frammistaða veldur Rory áhyggjum Norður-Írinn hefur leik á opna breska meistaramótinu í golfi á morgun. 16. júlí 2014 11:30 Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring Sigraði á sínu öðru atvinnumóti á tímabilinu. 13. júlí 2014 18:07 Búið að raða í holl fyrir Opna breska Rory Mcilroy og Jordan Spieth leika saman á meðan að Tiger Woods leikur með Angel Cabrera og Henrik Stenson. 15. júlí 2014 19:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi, The Open, hefst í dag, en það er elsta og virtasta risamótið í íþróttinni. Að þessu sinni fer mótið fram á Hoylake-vellinum hjá Royal Liverpool-klúbbnum, strandvelli sem getur verið nokkuð þægilegur í góðu veðrið en refsað grimmilega ef Kári kemur í heimsókn. Baráttan um Silfurkönnuna (e. Claret jug) verður hörð og enginn einn sem kemur frekar til greina sem sigurvegari en annar. Englendingar vonast eftir að sjá einhvern af sínum mönnum standa uppi sem sigurvegara en Englendingur hefur ekki unnið opna breska í 22 ár eða síðan Nick Faldo bar sigur úr býtum á Muirfield árið 1992. Síðasti Bretinn til að vinna opna breska var Darren Clarke fyrir þremur árum en aðeins hafa tveir Bretar unnið mótið undanfarna tvo áratugi. Bandaríkjamenn hafa drottnað yfir mótinu og unnið í tólf skipti af síðustu 20. Ríkjandi meistari er einmitt Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson.Hvað gerir Tiger? Eins og alltaf þegar Tiger Woods er með snúast hlutirnir um hann. Tiger er langstærsta nafnið í íþróttinni og vinsælasti kylfingu heims. Hann hefur þó átt mjög erfitt uppdráttar á árinu vegna meiðsla og ekki verið á meðal efstu 20 á neinu móti sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Tiger hefur unnið 14 risamót á ferlinum en gengur illa að nálgast met Jack Nicklaus sem vann 18 risamót á sínum ferli. Tiger hefur ekki unnið eitt af risamótunum í sex ár eða síðan hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Síðast vann hann opna breska meistaramótið á vellinum sem spilað er núna. Hann gjörsamlega valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake árið 2006; lauk leik á 18 höggum undir pari sem er met. Þar sýndi Tiger hrein töfrabrögð með járnin og notaði „dræverinn“ aðeins einu sinni allt mótið. Þarna var þessi magnaði kylfingur á hápunkti ferilsins og algjörlega ósnertanlegur. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og er tæpt að hann geti slegið jafnlöng og góð högg með járnunum að þessu sinni. Allavega er það sem menn hafa hvað mesta áhyggjur af.Rose líklegur Englendingurinn Justin Rose þykir hvað líklegastur að vinna á Hoylake, en hann vann opna skoska mótið um síðustu helgi sem er undanfari opna breska. Þar svaraði hann gagnrýnisröddum margra og er hann helsta von Englendinga.Rory McIlroy hefur átt í vandræðum með stöðugleika á tímabilinu, en hann setti vallarmet á fyrsta hringnum á opna skoska í síðustu viku en spilaði svo sjö yfir pari daginn eftir. „Ég verð að geta spilað eins á föstudegi og ég geri á fimmtudegi. Það er engin ástæða til annars,“ sagði Rory á blaðamannafundi um sveiflukennda frammistöðu sína undanfarið. Ástralinn Adam Scott, efsti kylfingur heimslistans, er alltaf líklegur og svo er spurning um hvað Evrópumennirnir Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson gera. Sagan segir okkur þó, að þeir sem eru vanir góðum árangri á Hoylake standa vanalega uppi sem sigurvegarar. Síðast þegar mótið var haldið þar voru í fjórum af fimm efstu sætunum Tiger Woods (3 sigrar), Ernie Els (2 sigrar), Sergio Garcia (sjö sinnum í topp 10) og Jim Furyk (fimm sinnum í topp 10.)Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Sigur það eina sem kemur til greina hjá Tiger Woods ekki unnið risamót síðan 2008 þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. 16. júlí 2014 15:30 Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið Tiger segist vera að nálgast sitt besta líkamlega form eftir skurðaðgerðina og ætlar sér ekkert annað en sigur á Royal Liverpool. 16. júlí 2014 22:00 Tiger Woods rásin gæti orðið vinsæl á Opna breska Sumir horfa á golfmót eingöngu til þess að fylgjast með Tiger Woods. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur sem vilja ekkert annað en Tiger munu geta horft á ekkert annað en Tiger á Opna breska meistaramótinu í næstu viku. 11. júlí 2014 21:45 Sveiflukennd frammistaða veldur Rory áhyggjum Norður-Írinn hefur leik á opna breska meistaramótinu í golfi á morgun. 16. júlí 2014 11:30 Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring Sigraði á sínu öðru atvinnumóti á tímabilinu. 13. júlí 2014 18:07 Búið að raða í holl fyrir Opna breska Rory Mcilroy og Jordan Spieth leika saman á meðan að Tiger Woods leikur með Angel Cabrera og Henrik Stenson. 15. júlí 2014 19:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Sigur það eina sem kemur til greina hjá Tiger Woods ekki unnið risamót síðan 2008 þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. 16. júlí 2014 15:30
Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið Tiger segist vera að nálgast sitt besta líkamlega form eftir skurðaðgerðina og ætlar sér ekkert annað en sigur á Royal Liverpool. 16. júlí 2014 22:00
Tiger Woods rásin gæti orðið vinsæl á Opna breska Sumir horfa á golfmót eingöngu til þess að fylgjast með Tiger Woods. Bandarískir sjónvarpsáhorfendur sem vilja ekkert annað en Tiger munu geta horft á ekkert annað en Tiger á Opna breska meistaramótinu í næstu viku. 11. júlí 2014 21:45
Sveiflukennd frammistaða veldur Rory áhyggjum Norður-Írinn hefur leik á opna breska meistaramótinu í golfi á morgun. 16. júlí 2014 11:30
Justin Rose vann í Skotlandi eftir gallalausan lokahring Sigraði á sínu öðru atvinnumóti á tímabilinu. 13. júlí 2014 18:07
Búið að raða í holl fyrir Opna breska Rory Mcilroy og Jordan Spieth leika saman á meðan að Tiger Woods leikur með Angel Cabrera og Henrik Stenson. 15. júlí 2014 19:15