Viðhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi! Örnólfur Hall skrifar 17. júlí 2014 07:00 Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun