Viðhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi! Örnólfur Hall skrifar 17. júlí 2014 07:00 Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar