Körfubolti

Martin fyrstur til að vera bestur eins og pabbi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Andri Marinó
KR-ingurinn Martin Hermannsson var í kvöld kosinn besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfubolta en þessi 19 ára strákur átti frábært tímabil með Íslandsmeistaraliði KR.

Martin setti með þessu met með föður sínum Hermanni Haukssyni en þeir eru fyrstu feðgarnir sem ná báðir að vera valdir bestu leikmenn úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Hermann Hauksson var valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla tímabilið 1996 til 1997 en hann var þá 25 ára gamall.

Martin varð ennfremur aðeins þriðji körfuboltamaðurinn í sögunni sem fagnar tvöföldum sigri á lokahófinu það er vinnur bæði verðlaunin fyrir besta leikmanninn og besta unga leikmanninn.

Martin komst þar í hóp með þeim Herberti Arnarsyni (ÍR 1994-95) og Magnúsi Matthíassyni (Valur 1990-91) en í þá daga hétu verðlaunin besti nýliði deildarinnar.



Martin Hermannsson  - Besti leikmaður úrvalsdeildar karla 2013-14

19 ára leikmaður KR

18,8 stig í leik (betri)

3,4 frákast í leik

4,5 stoðsendingar í leik (betri)

2,0 þriggja stiga körfur í leik (betri)

49 prósent skotnýting

44 prósent þriggja stiga skotnýting (betri)

81 prósent vítanýting (betri)

Hermann Hauksson  - Besti leikmaður úrvalsdeildar karla 1996-97

25 ára leikmaður KR

17,5 stig í leik

4,1 frákast í leik (betri)

2,5 stoðsendingar í leik

1,5 þriggja stiga körfur í leik

50 prósent skotnýting (betri)

35 prósent þriggja stiga skotnýting

79 prósent vítanýting


Tengdar fréttir

Ingi Þór valinn besti þjálfarinn á afmælisdaginn sinn

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, var í kvöld valinn besti þjálfari Dominos-deildar kvenna í körfubolta á tímabilinu en hann stýrði Snæfellsliðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×