Einar: Við munum leita allra leiða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2014 16:45 Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar. Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar.
Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15