Einar: Við munum leita allra leiða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2014 16:45 Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar. Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Stjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ákvað á fundi sínum fyrr í dag að veita Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar á næsta ári. Þetta var gert eftir að ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu myndi taka þátt og var ákveðið að besta liðið frá HM 2013 á Spáni sem ekki hefði unnið sér inn þátttökurétt myndi komast til Katar. Það var Þýskaland sem hafnaði í fimmta sæti á Spáni.Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, er þó afar óánægður með þessa niðurstöðu þar sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út eftir að undankeppni HM lauk í vor að Ísland væri fyrsta varaþjóð á HM fyrir Evrópu. „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“ sagði Einar í samtali við Vísi í dag. „Við fengum þessar fréttir fyrir stuttu síðan og ég veit ekki hvar kemur fram í reglugerð IHF að stjórn sambandsins getur tekið sér það svigrúm að taka þessa ákvörðun.“ Hann segir að fyrst og fremst sé hann undrandi á því að Evrópuþjóð hafi verið valin inn sem ekki var á meðal þeirra þriggja varaþjóða sem EHF valdi. Ísland sé samkvæmt opinberu bréfi EHF fyrsta varaþjóð, svo Ungverjaland og að síðustu Serbía. „Frá því að HM fór fram á Spáni hafa verið spilaðar álfukeppnir um allan heim þar sem meðal annars hefur verið undir þátttökuréttur á HM. Ísland náði góðum árangri á EM í Danmörku í fyrra en Þýskaland komst ekki einu sinni inn í þá keppni.“ Einar segir að margar spurningar komi upp þegar svona mál kemur upp. „Hvaða heimsálfa á rétt á sætinu þegar Eyjáálfuplássið losnar? Ef það er flókið að finna það út væri þá ekki réttast að láta fyrstu varaþjóðir allra hinna álfanna spila um aukasætið?“ „Við munum fara allar þær leiðir sem okkur standa til boða til að komast til botns í þessu - meðal annars að leita í þeim reglugerðum sem til eru. Það hlýtur að koma í hlut EHF að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“ „Það hefur þegar farið fram eitt símtal á milli mín og EHF. En við bíðum enn frekari viðbragða þaðan,“ sagði Einar.
Handbolti Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15