Lýsing hefur leiðrétt fyrir 20 milljarða Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júlí 2014 20:00 Ellefu prófmál, sem áttu að skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengistryggð lán, voru valin í júní árið 2012, fyrir rúmum tveimur árum. Skipaður var samráðshópur vegna þessa en málin áttu að fá flýtimeðferð fyrir dómstólum. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni skuldara fóru hins vegar bara tvö þessara mála í gegnum dómskerfið en önnur voru felld niður.Sigurvin Ólafsson, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, segir eitt af þessum prófmálum hafa verið gegn Lýsingu. Fyrirtækið hafi tapað málinu í héraðsdómi og því verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Lýsing dró þá áfrýjun svo til baka, þremur dögum áður en það átti að flytja málið fyrir Hæstarétti, þannig að það var bara ekkert klárað. Þar hefði málið kannski bara verið leyst,“ segir Sigurvin Ólafsson, lögfræðingur hjá Bonafide lögmönnum. Hann segir pattstöðu ríkja varðandi endurútreikning gengislána. „Fyrst um sinn, sagði ég bara fólki að bíða og sjá því það væru mál í kerfinu. Síðan hefur maður bara séð það, að það er alveg sama hvaða dómur fellur, svörin breytast ekkert hjá Lýsingu. En svona síðustu misserin hef ég ekkert annað séð í stöðunni fyrir fólk, annað en að leita réttar síns fyrir dómi,“ segir Sigurvin. Því er ljóst að tæpum sex árum eftir hrun eru enn mörghundruð lánasamningar í lausu lofti. Sigurvin segir þó aðeins eitt fyrirtæki draga lappirnar varðandi endurútreikninga gengislána - en það er Lýsing. „Nei. Lýsing dregur ekki lappirnar. Lýsing vill gjarnan leysa málin farsællega og eins fljótt og unnt er. Lýsing byggir á skýrum fordæmum úr Hæstarétti og skýrum lögum og reglum. Enda hvernig mætti annars skýra það að hér hafi verið leiðréttir samningar fyrir fjárhæð sem nemur um 20 milljarða króna,“ segir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar. Þór segir að meta verði yfirlýsingar þeirra fyrirtækja sem sækja kröfur gegn fjármálafyrirtækjum, í því ljósi að hér er um viðskipti að ræða. „Og þetta er auglýsingamennska að hálfu nokkurra fyrirtækja og yfirlýsingarnar bera öll merki auglýsingaskrums, því miður,“ segir Þór. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ellefu prófmál, sem áttu að skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengistryggð lán, voru valin í júní árið 2012, fyrir rúmum tveimur árum. Skipaður var samráðshópur vegna þessa en málin áttu að fá flýtimeðferð fyrir dómstólum. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni skuldara fóru hins vegar bara tvö þessara mála í gegnum dómskerfið en önnur voru felld niður.Sigurvin Ólafsson, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, segir eitt af þessum prófmálum hafa verið gegn Lýsingu. Fyrirtækið hafi tapað málinu í héraðsdómi og því verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Lýsing dró þá áfrýjun svo til baka, þremur dögum áður en það átti að flytja málið fyrir Hæstarétti, þannig að það var bara ekkert klárað. Þar hefði málið kannski bara verið leyst,“ segir Sigurvin Ólafsson, lögfræðingur hjá Bonafide lögmönnum. Hann segir pattstöðu ríkja varðandi endurútreikning gengislána. „Fyrst um sinn, sagði ég bara fólki að bíða og sjá því það væru mál í kerfinu. Síðan hefur maður bara séð það, að það er alveg sama hvaða dómur fellur, svörin breytast ekkert hjá Lýsingu. En svona síðustu misserin hef ég ekkert annað séð í stöðunni fyrir fólk, annað en að leita réttar síns fyrir dómi,“ segir Sigurvin. Því er ljóst að tæpum sex árum eftir hrun eru enn mörghundruð lánasamningar í lausu lofti. Sigurvin segir þó aðeins eitt fyrirtæki draga lappirnar varðandi endurútreikninga gengislána - en það er Lýsing. „Nei. Lýsing dregur ekki lappirnar. Lýsing vill gjarnan leysa málin farsællega og eins fljótt og unnt er. Lýsing byggir á skýrum fordæmum úr Hæstarétti og skýrum lögum og reglum. Enda hvernig mætti annars skýra það að hér hafi verið leiðréttir samningar fyrir fjárhæð sem nemur um 20 milljarða króna,“ segir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar. Þór segir að meta verði yfirlýsingar þeirra fyrirtækja sem sækja kröfur gegn fjármálafyrirtækjum, í því ljósi að hér er um viðskipti að ræða. „Og þetta er auglýsingamennska að hálfu nokkurra fyrirtækja og yfirlýsingarnar bera öll merki auglýsingaskrums, því miður,“ segir Þór.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira