Lögreglan á Spáni: „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist“ Kjartan Atli Kjartansson og Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. júlí 2014 11:57 Terra Mítica garðurinn í Benidorm hefur verið heimsóttur af fjölda Íslendinga. Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn. Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Lögreglan á Alicante á Spáni hóf strax í gær rannsókn á rússíbananum sem íslenskur piltur féll úr í skemmtigarðinum Terra Mítica í gær. Þetta segir fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar þar í borg í samtali við Vísi. „Það sem við vitum núna er að sætisólin opnaðist og rannsóknin snýr að því hvernig það gerðist,“ segir fjölmiðlafulltrúinn og bætir við: „Tækið hefur verið innsiglað á meðan rannsóknin fer fram.“ Í tækinu eiga gestir að setja yfir sig öryggisbúnað sem er festur niður með ól. Í spænska miðlinum El Pais kemur fram að dómstóll í umdæminu hafi farið fram á opinbera rannsókn á slysinu. Á miðlinum kemur einnig fram að þetta sé í fyrsta skipti í fjórtán ára sögu skemmtigarðsins sem alvarlegt slys eigi sér stað.Einkavæddur árið 2010 Skemmtigarðurinn var einkavæddur árið 2010, en í níu ár á undan var hann rekinn af héraðsstjórn Valencia. Rekstur garðsins gekk þá illa og fór meðal annars í tímabundna greiðslustöðvun árið 2006. En eftir einkavæðinguna hefur það breyst. Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sína í garðinn í gegnum árin. Umræddur rússíbani ber heitið Inferno og var tekinn í notkun árið 2007. Forsvarsmenn skemmtigarðanna Gröna Lund í Stokkhólmi og Borgbacken í Helsinki hafa lokað rússíbönum sínum Insane og Kirnu ótímabundið, en þeir eru sambærilegir Inferno. „Við munum halda honum lokuðum þar til við fáum frekari upplýsingar um hvað gerðist og við höfum yfirfarið rússíbana okkar,“ segir Annika Troselius, fjölmiðlafulltrúi Gröna Lund, í viðtali við sænska Aftonbladet, og bætir við að öryggið verði ávallt að vera í fyrirrúmi. Bæjarstjórinn tjáir sig Bæjarstjóri Benidorm sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir slysið í gær, bæði á Facebook og á Twitter. Hann byrjaði á því að votta aðstandendum íslenska piltsins samúð sína. Í lok yfirlýsingarinnar á Faecebook-síðu sinni lýsti hann þó einnig yfir stuðningi við rekstraraðila skemmtigarðsins og segist bera fullt traust til þeirra, auk þess sem hann bætir því við að hann telji þá leiðandi á heimsvísu í rekstri skemmtigarða.Uppfært 13:22 Upphaflega stóð að garðurinn hafi áður verið rekinn af bæjaryfirvöldum í Benidorm. Það rétta er að héraðsstjórn í Valencia rak garðinn.
Tengdar fréttir Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28 Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14 Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Rússíbönum í Stokkhólmi og Helsinki lokað vegna dauðsfallsins Skemmtigarðar í Stokkhólmi og Helsinki hafa lokað rússíbönum ótímabundið vegna banaslyssins á Benidorm. 8. júlí 2014 11:28
Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi. 7. júlí 2014 22:14
Talið að Íslendingur hafi látist í skemmtigarði Fullyrt er á spænska fréttamiðlinum El Mundo að Íslendingurinn hafi látist þegar hann kastaðist úr rússíbana í skemmtigarðinum. 7. júlí 2014 20:53
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaþotur, þyrlur og kennsluflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað