Rosberg er ekki Þjóðverji 8. júlí 2014 12:00 Samband liðsfélaganna versnar með hverri keppni. vísir/getty Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. Það andar köldu á milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg. Það samband á ekki eftir að batna eftir nýjustu ummæli Hamilton um hinn þýska liðsfélaga sinn. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefur Nico aldrei verið í Þýskalandi þannig að hann er í raun ekki Þjóðverji. Þegar við vorum að keppa á kartbílum þá stóð hann aldrei við hlið þýska fánans," sagði Hamilton. "Á brautinni þá þurftu ökumennirnir að standa við hlið stúlku með fána eða skilti. Hann stóð alltaf hjá Mónakó-skiltinu og aldrei hjá þýskum fána eða skilti. Hann er frá Þýskalandi, Finnlandi og Mónakó eða álíka." Rosberg hefur aftur á móti verið að styrkja tengsl sín við Þýskaland og var í þýska landsliðsbúningnum fyrir síðustu keppni. Hann er alinn upp í Mónakó en móðir hans er þýsk en faðir hans finnskur. Rosberg hefur alltaf kosið að keppa undir merkjum Þýskalands. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. Það andar köldu á milli hans og liðsfélaga hans hjá Mercedes, Nico Rosberg. Það samband á ekki eftir að batna eftir nýjustu ummæli Hamilton um hinn þýska liðsfélaga sinn. "Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefur Nico aldrei verið í Þýskalandi þannig að hann er í raun ekki Þjóðverji. Þegar við vorum að keppa á kartbílum þá stóð hann aldrei við hlið þýska fánans," sagði Hamilton. "Á brautinni þá þurftu ökumennirnir að standa við hlið stúlku með fána eða skilti. Hann stóð alltaf hjá Mónakó-skiltinu og aldrei hjá þýskum fána eða skilti. Hann er frá Þýskalandi, Finnlandi og Mónakó eða álíka." Rosberg hefur aftur á móti verið að styrkja tengsl sín við Þýskaland og var í þýska landsliðsbúningnum fyrir síðustu keppni. Hann er alinn upp í Mónakó en móðir hans er þýsk en faðir hans finnskur. Rosberg hefur alltaf kosið að keppa undir merkjum Þýskalands.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira