Tökur á Kanarí hefjast á næsta ári Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2014 11:00 Hafsteinn leikstýrði á annan veg sem endurgerð var í Hollywood sem Prince Avalanche. Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Næsta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Kanarí, fer í tökur á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Hafstein á vefsíðunni Variety en nýjasta mynd hans, París norðursins, er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem stendur nú yfir. Ætlar Hafsteinn að leita að þýskum meðframleiðanda fyrir Kanarí á hátíðinni en Hafsteinn fékk handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir myndina. Kanarí fjallar um hæglátan mann sem býr á Íslandi með kærustu sinni. Hún ákveður að flytja utan í nám sem skapar vandamál því maðurinn er flughræddur. Hann leitar sér hjálpar en lokum meðferðarinnar er fagnað með ferð til Þýskalands sem breytist í martröð og festist maðurinn á flugvellinum í Düsseldorf. „Í ferðalaginu uppgötvar maðurinn mikilvæga hluti um sig sjálfan, sambönd sín og flughræðslan verður myndlíking fyrir að fylgja eðlishvötum sínum,“ segir Hafsteinn í samtali við Variety. Þá bætir hann við að titill myndarinnar hafi upprunalega verið vísun í Kanaríeyjar en sé nú vísun í kanarífuglinn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir París norðursins á kvikmyndahátíð í Prag Hátíðin hefst 4. júlí. 3. júní 2014 16:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein